Staðfesta að háum upphæðum var veðjað á Þórsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 09:00 Íslenskar getraunir hafa kært til lögreglu starfsemi erlendra vefsíðna. Deildarstjóri íslenskra getrauna segir að Íslendingar eigi að fara norsku leiðina og banna greiðslukortasíðum að eiga viðskipti við vefsíðurnar en þetta kom fram í frétt Arnars Björnssonar á Stöð tvö. Knattspyrnusamband Íslands safnar upplýsingum um leik Þórs og Dalvíkur sem háður var fyrr í þessum mánuði. Leikmenn Þórs neita að hafa veðjað á úrslit leiksins en deildarstjóri íslenskra getrauna hefur upplýsingar um að töluverður fjárhæðum hafi verið veðjað á leikinn. „Við erum í samstarfi við erlent getraunafyrirtæki sem kannar slíka hluti. Við báðum þá um að kanna þennan tiltekna leik. Þeir gátu staðfest það að það var tippað upphæðum á sigur Þórs og jafnframt var tippað á það að þeir myndu vinna leikinn með meira en þremur mörkum," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri íslenskra getrauna í samtali við Arnar Björnsson. Íslenskar getraunir eru í bullandi samkeppni við erlendar vefsíður en hvernig bregðast menn þar á bæ við henni? „Við höfum kært þessar vefsíður til lögreglu og án árangurs. Það er ólöglegt að tippa á erlendum vefsíðum hér á landi. Það fara héðan að minnsta kosti tveir milljarðar á ári þar sem er tippað á leiki og netpóker á erlendum vefsíðum. Þessir tveir milljarðar renna þá ekki til þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á þetta hér á landi," segir Pétur Hrafn. „Við höfum bent á möguleikann á því að fara sömu leið og Norðmenn. Norðmenn hafa bannað kreditkortafyrirtækjunum að taka við færslum til erlendra getraunafyrirtækja sem eru ólögleg í Noregi. Sú aðferð hefur reynst ágætlega," segir Pétur Hrafn. Það er hægt að sjá alla frétt Arnars Björnssonar með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Íslenskar getraunir hafa kært til lögreglu starfsemi erlendra vefsíðna. Deildarstjóri íslenskra getrauna segir að Íslendingar eigi að fara norsku leiðina og banna greiðslukortasíðum að eiga viðskipti við vefsíðurnar en þetta kom fram í frétt Arnars Björnssonar á Stöð tvö. Knattspyrnusamband Íslands safnar upplýsingum um leik Þórs og Dalvíkur sem háður var fyrr í þessum mánuði. Leikmenn Þórs neita að hafa veðjað á úrslit leiksins en deildarstjóri íslenskra getrauna hefur upplýsingar um að töluverður fjárhæðum hafi verið veðjað á leikinn. „Við erum í samstarfi við erlent getraunafyrirtæki sem kannar slíka hluti. Við báðum þá um að kanna þennan tiltekna leik. Þeir gátu staðfest það að það var tippað upphæðum á sigur Þórs og jafnframt var tippað á það að þeir myndu vinna leikinn með meira en þremur mörkum," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri íslenskra getrauna í samtali við Arnar Björnsson. Íslenskar getraunir eru í bullandi samkeppni við erlendar vefsíður en hvernig bregðast menn þar á bæ við henni? „Við höfum kært þessar vefsíður til lögreglu og án árangurs. Það er ólöglegt að tippa á erlendum vefsíðum hér á landi. Það fara héðan að minnsta kosti tveir milljarðar á ári þar sem er tippað á leiki og netpóker á erlendum vefsíðum. Þessir tveir milljarðar renna þá ekki til þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á þetta hér á landi," segir Pétur Hrafn. „Við höfum bent á möguleikann á því að fara sömu leið og Norðmenn. Norðmenn hafa bannað kreditkortafyrirtækjunum að taka við færslum til erlendra getraunafyrirtækja sem eru ólögleg í Noregi. Sú aðferð hefur reynst ágætlega," segir Pétur Hrafn. Það er hægt að sjá alla frétt Arnars Björnssonar með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira