Leita að íslenskum miðaldarklaustrum Freyr Bjarnason skrifar 23. júlí 2014 07:00 Steinunn Kristjánsdóttir (lengst til vinstri) var að störfum í Viðey í gær ásamt rannsóknarhópi sínum. Fréttablaðið/Valli Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið, ætlar í vettvangsferðir með rannsóknarhópi sínum á fjórtán staði á Íslandi sem þar sem talið er að miðaldarklaustur hafi verið byggð. Vinnan hófst í vor og hefur gengið ágætlega að mati Steinunnar. „Við erum að skoða örnefni og skjöl um klaustrin og erum að leita að gripum úr þeim í söfnum og kirkjum landsins. Við ætlum að vera í þessu í þrjú ár,“ segir hún aðspurð. Sex manna hópur starfar við rannsóknina hluta úr árinu. Fjármagnið kemur frá Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og nemur um 12 til 13 milljónum króna. Vilyrði hefur fengist fyrir jafnháum styrk næstu tvö árin. Hugmyndin er að taka niðurstöðurnar saman í eina bók um miðaldarklaustur á Íslandi. Það sem af er sumri hefur tekist að skrá niður mikið af upplýsingum um klaustrin sem munu hjálpa hópnum við leitina. „Við erum að rýna í kort og erum búin að fara á nokkra staði. Fyrstu niðurstöður eru þær að klaustrin eru yfirleytt ekki þar sem talið er að þau hafi staðið. Munnmælin og örnefnin eru ekki alveg að standast ýmsar hugmyndir um hvar þau stóðu en við erum enn þá að leita.“ Við leitina að rústunum notast hópurinn við þrjár gerðir af jarðsjám, auk þess að skoða innrauðar myndir og loftmyndir. Þegar hefur verið leitað á Bæ í Borgarfirði þar sem talið er að fyrsta klaustrið á Íslandi hafi verið, á Helgafelli við Stykkishólm, í Hítardal á Mýrum, á Reynistað í Skagafirði og í Viðey í Kollafirði, þar sem Steinunn og félagar voru einmitt að störfum í gær. Þar var grafin hola án þess að nokkuð tengt klaustri hafi fundist. „Þetta er svolítið spennandi niðurstaða. Margir vildu meina að klaustrið hafi verið þarna en þetta eru bara öskuhaugar frá bænum.“ Hún segir óvíst hvað hafi varðveist ofan í jörðinni frá klaustrum á Íslandi en telur engu að síður mikilvægt að kortleggja klausturlífið. „Það virðist hafa verið mjög öflugt og þessi klaustur áttu gríðarlega miklar eignir og jarðir,“ segir Steinunn. „En klaustrin hafa fallið svolítið í skuggann af höfðingjunum. Það hefur verið lagt mikið í rannsóknir á veraldlegu valdi en það er minna búið að skoða kirkjuvald og klaustrin.“Leita að stöðum tengdum einsetufólki Auk þess að leita að miðaldarklaustrum skoðar rannsóknarhópurinn staði sem hafa verið tengdir við einsetufólk. Slíkur klausturlifnaður virðist hafa verið tíðkaður á Íslandi rétt eins og annars staðar í Evrópu, að sögn Steinunnar. „Upphaflega hugmyndin að baki klaustrunum var einsetulifnaður. Það breyttist þegar klausturlifnaður fór að verða algengari. Þetta voru kannski tíu manns á 12. og 13 öld. Það er mjög gaman að skoða þetta líka og það er til ótrúlega mikið af heimildum um þetta fólk.“ Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið, ætlar í vettvangsferðir með rannsóknarhópi sínum á fjórtán staði á Íslandi sem þar sem talið er að miðaldarklaustur hafi verið byggð. Vinnan hófst í vor og hefur gengið ágætlega að mati Steinunnar. „Við erum að skoða örnefni og skjöl um klaustrin og erum að leita að gripum úr þeim í söfnum og kirkjum landsins. Við ætlum að vera í þessu í þrjú ár,“ segir hún aðspurð. Sex manna hópur starfar við rannsóknina hluta úr árinu. Fjármagnið kemur frá Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og nemur um 12 til 13 milljónum króna. Vilyrði hefur fengist fyrir jafnháum styrk næstu tvö árin. Hugmyndin er að taka niðurstöðurnar saman í eina bók um miðaldarklaustur á Íslandi. Það sem af er sumri hefur tekist að skrá niður mikið af upplýsingum um klaustrin sem munu hjálpa hópnum við leitina. „Við erum að rýna í kort og erum búin að fara á nokkra staði. Fyrstu niðurstöður eru þær að klaustrin eru yfirleytt ekki þar sem talið er að þau hafi staðið. Munnmælin og örnefnin eru ekki alveg að standast ýmsar hugmyndir um hvar þau stóðu en við erum enn þá að leita.“ Við leitina að rústunum notast hópurinn við þrjár gerðir af jarðsjám, auk þess að skoða innrauðar myndir og loftmyndir. Þegar hefur verið leitað á Bæ í Borgarfirði þar sem talið er að fyrsta klaustrið á Íslandi hafi verið, á Helgafelli við Stykkishólm, í Hítardal á Mýrum, á Reynistað í Skagafirði og í Viðey í Kollafirði, þar sem Steinunn og félagar voru einmitt að störfum í gær. Þar var grafin hola án þess að nokkuð tengt klaustri hafi fundist. „Þetta er svolítið spennandi niðurstaða. Margir vildu meina að klaustrið hafi verið þarna en þetta eru bara öskuhaugar frá bænum.“ Hún segir óvíst hvað hafi varðveist ofan í jörðinni frá klaustrum á Íslandi en telur engu að síður mikilvægt að kortleggja klausturlífið. „Það virðist hafa verið mjög öflugt og þessi klaustur áttu gríðarlega miklar eignir og jarðir,“ segir Steinunn. „En klaustrin hafa fallið svolítið í skuggann af höfðingjunum. Það hefur verið lagt mikið í rannsóknir á veraldlegu valdi en það er minna búið að skoða kirkjuvald og klaustrin.“Leita að stöðum tengdum einsetufólki Auk þess að leita að miðaldarklaustrum skoðar rannsóknarhópurinn staði sem hafa verið tengdir við einsetufólk. Slíkur klausturlifnaður virðist hafa verið tíðkaður á Íslandi rétt eins og annars staðar í Evrópu, að sögn Steinunnar. „Upphaflega hugmyndin að baki klaustrunum var einsetulifnaður. Það breyttist þegar klausturlifnaður fór að verða algengari. Þetta voru kannski tíu manns á 12. og 13 öld. Það er mjög gaman að skoða þetta líka og það er til ótrúlega mikið af heimildum um þetta fólk.“
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira