Ekki fundist eitraður mítill hér á landi Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2014 10:48 Vísir/Getty „Hingað til hefur okkur ekki tekist að sýna fram á að borellia bakterían sem veldur Lyme sjúkdómi hafi fundist í þessum mítlum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir í Bítinu á Bylgunni í morgun. Hún sagði mítla hafa verið senda út til greiningar en til stæði að framkvæma aðra rannsókn í lok sumars. „Með þessu erum við alls ekki að segja að þessi baktería muni ekki berast til landsins með þessum mítlum, eða þá að þetta sé ekki til. Það hefur þó ekki verið staðfest innlent smit. Þessi tilfelli sem við höfum séð hafa öll verið hjá einstaklingum sem hafa sýkst eða smitast úti.“ „Við höldum að einhvern tíman munum við staðfesta innlent smit og við erum að reyna að vera vel vakandi fyrir þessu,“ sagði Bryndís. Hún tók fram að mítlar þyrftu að vera áfastir í rúman sólarhring til að sýkja einstakling. „Það tekur 24 til 36 tíma fyrir bakteríuna að berast úr magainnihaldi mítilsins, í munnvatnið og þaðan í manneskju.“ Bryndís sagði alls ekki nauðsynlegt að fara á sýklalyf sé maður bitinn af skógarmítli. „Almennt séð eru ekki gefin fyrirbyggjandi sýklalyf, nema í undantekningatilfellum. Þar sem smit eru mjög algeng og svo framvegis.“ Þá mælti hún með því að mítill sé losaður með oddmjórri flísatöng og togað sé beint upp. „Ekki með einhverjum smyrslum eða með því að kæfa hann eða slíkt.“Viðbrögð við biti ekki merki um sýkingu „Fólk sem fær viðbrögð um leið er líklega ofnæmisviðbrögð sem margir geta fengið. Best er þá að nota sterakrem og jafnvel ofnæmislyf,“ sagði Bryndís. „Það er þannig að það er mikið af lúsum og mítlum og kóngulóm. Fólk getur fengið bit og það eru margir sem bregðast mjög illa við bitum. Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fær einkenni nánast strax eftir bit, er það alls ekki vegna sýkingar. Sýking tekur tvo til þrjá daga að myndast.“ „Maður sér oft að fólk fær mikil ofnæmisviðbrögð við biti, sem gerist mjög fljótt. Mikil þroti, verkir og bjúgur og það er allt annað en sýking. Til dæmis í tilfelli Lyme sjúkdómsins. Þetta klassíska útbrot sem margir hafa lýst og séð myndir af, myndast eftir um sjö daga að meðaltali.“ Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Hingað til hefur okkur ekki tekist að sýna fram á að borellia bakterían sem veldur Lyme sjúkdómi hafi fundist í þessum mítlum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir í Bítinu á Bylgunni í morgun. Hún sagði mítla hafa verið senda út til greiningar en til stæði að framkvæma aðra rannsókn í lok sumars. „Með þessu erum við alls ekki að segja að þessi baktería muni ekki berast til landsins með þessum mítlum, eða þá að þetta sé ekki til. Það hefur þó ekki verið staðfest innlent smit. Þessi tilfelli sem við höfum séð hafa öll verið hjá einstaklingum sem hafa sýkst eða smitast úti.“ „Við höldum að einhvern tíman munum við staðfesta innlent smit og við erum að reyna að vera vel vakandi fyrir þessu,“ sagði Bryndís. Hún tók fram að mítlar þyrftu að vera áfastir í rúman sólarhring til að sýkja einstakling. „Það tekur 24 til 36 tíma fyrir bakteríuna að berast úr magainnihaldi mítilsins, í munnvatnið og þaðan í manneskju.“ Bryndís sagði alls ekki nauðsynlegt að fara á sýklalyf sé maður bitinn af skógarmítli. „Almennt séð eru ekki gefin fyrirbyggjandi sýklalyf, nema í undantekningatilfellum. Þar sem smit eru mjög algeng og svo framvegis.“ Þá mælti hún með því að mítill sé losaður með oddmjórri flísatöng og togað sé beint upp. „Ekki með einhverjum smyrslum eða með því að kæfa hann eða slíkt.“Viðbrögð við biti ekki merki um sýkingu „Fólk sem fær viðbrögð um leið er líklega ofnæmisviðbrögð sem margir geta fengið. Best er þá að nota sterakrem og jafnvel ofnæmislyf,“ sagði Bryndís. „Það er þannig að það er mikið af lúsum og mítlum og kóngulóm. Fólk getur fengið bit og það eru margir sem bregðast mjög illa við bitum. Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fær einkenni nánast strax eftir bit, er það alls ekki vegna sýkingar. Sýking tekur tvo til þrjá daga að myndast.“ „Maður sér oft að fólk fær mikil ofnæmisviðbrögð við biti, sem gerist mjög fljótt. Mikil þroti, verkir og bjúgur og það er allt annað en sýking. Til dæmis í tilfelli Lyme sjúkdómsins. Þetta klassíska útbrot sem margir hafa lýst og séð myndir af, myndast eftir um sjö daga að meðaltali.“
Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45