„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 11:43 Vísir/Samsett mynd „Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03