Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2014 11:58 vísir/hrönn Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Innflytjendur þurfa í dag að sækja um sérstakt leyfi til innflutnings og leggja fram ýmiskonar vottorð til að koma í veg fyrir sjúkdómar berist hingað til lands. ESA telur íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/stefánKrafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, svo sem til að staðfesta að vörurnar hafi legið frosnar við að lágmarki -18°C í 30 daga og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu stangast á við EES-samninginn. Með henni er komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og telst það viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í útflutningsríkisinu en eftirlit í viðtökuríki er takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggjast gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.ESA vakti fyrst athygli á meintu broti Íslands í október í fyrra. Skilaði stofnunin þá inn formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda í kjölfar kvörtunar sem barst frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Fengu stjórnvöld þá tvo mánuði til að bregðast við athugasemdunum. Tæki ESA útskýringar stjórnvalda ekki gildar gæti stofnunin fylgt málinu eftir með rökstuddu áliti, sem barst í dag. Nú, líkt og þá, hafa stjórnvöld tvo mánuði til að bregðast við. Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls en síðan getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00 Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Innflytjendur þurfa í dag að sækja um sérstakt leyfi til innflutnings og leggja fram ýmiskonar vottorð til að koma í veg fyrir sjúkdómar berist hingað til lands. ESA telur íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/stefánKrafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, svo sem til að staðfesta að vörurnar hafi legið frosnar við að lágmarki -18°C í 30 daga og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu stangast á við EES-samninginn. Með henni er komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og telst það viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í útflutningsríkisinu en eftirlit í viðtökuríki er takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggjast gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.ESA vakti fyrst athygli á meintu broti Íslands í október í fyrra. Skilaði stofnunin þá inn formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda í kjölfar kvörtunar sem barst frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Fengu stjórnvöld þá tvo mánuði til að bregðast við athugasemdunum. Tæki ESA útskýringar stjórnvalda ekki gildar gæti stofnunin fylgt málinu eftir með rökstuddu áliti, sem barst í dag. Nú, líkt og þá, hafa stjórnvöld tvo mánuði til að bregðast við. Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls en síðan getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00 Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00
Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17