Harmur í Pakistan Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2014 08:00 Talibanahreyfingin í Pakistan hefur birt myndir af mönnunum sem myrtu 132 börn á þriðjudaginn. vísir/ap Bænastundir voru haldnar víða í skólum og öðrum stöðum í Pakistan í gær til að minnast nærri 150 manns, sem myrtir voru í skóla í Peshawar á þriðjudag. Flestir hinna látnu, alls 132, voru á barnsaldri. Mohammed Khurasani, talsmaður pakistönsku talibanahreyfingarinnar, sagði árásina réttlætanlega vegna þess að pakistanski herinn hefði um langa hríð drepið fjöldann allan af börnum og öðrum ættingjum liðsmanna hreyfingarinnar. Talibanahreyfingin í Afganistan fordæmir hins vegar árásina og segist hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Haft er eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni afganskra talibana, að árásin hafi verið „óíslömsk“. Árásin hófst á þriðjudagsmorgun með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu. Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi. Pakistanska talibanahreyfingin á rætur að rekja til andófsbaráttunnar gegn hernámi Sovétríkjanna í Afganistan. Fjöldi ungra manna hélt til nágrannalandsins Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni og fékk til þess stuðning meðal annars frá pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum. Margir þeirra gengu síðan til liðs við afgönsku talibanahreyfinguna, en aðrir héldu heim aftur. Eftir innrás Bandaríkjanna og NATO í Afganistan árið 2001 gripu þessir menn aftur til vopna, að þessu sinni til varnar afgönsku talibanahreyfingunni. Vegna stuðnings Pakistans við Bandaríkin og fjölþjóðalið NATO í Afganistan tóku þeir einnig að beina vopnum sínum gegn pakistanska ríkinu og pakistanska hernum. Árið 2007 sameinuðust pakistanskar talibanahreyfingar í eina heildarhreyfingu undir heitinu Tahreek-e-Taliban Pakistan. Leiðtogi þeirra nú nefnist Maulana Fazlullah. Talibanar, bæði afganskir og pakistanskir, koma einkum úr röðum pastúna, ættflokks sem býr beggja vegna landamæranna. Norðausturhluti Pakistans, meðfram landamærum Afganistans, er að mestu byggður pastúnum og þar er staða talibana sterkust. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Bænastundir voru haldnar víða í skólum og öðrum stöðum í Pakistan í gær til að minnast nærri 150 manns, sem myrtir voru í skóla í Peshawar á þriðjudag. Flestir hinna látnu, alls 132, voru á barnsaldri. Mohammed Khurasani, talsmaður pakistönsku talibanahreyfingarinnar, sagði árásina réttlætanlega vegna þess að pakistanski herinn hefði um langa hríð drepið fjöldann allan af börnum og öðrum ættingjum liðsmanna hreyfingarinnar. Talibanahreyfingin í Afganistan fordæmir hins vegar árásina og segist hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Haft er eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni afganskra talibana, að árásin hafi verið „óíslömsk“. Árásin hófst á þriðjudagsmorgun með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu. Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi. Pakistanska talibanahreyfingin á rætur að rekja til andófsbaráttunnar gegn hernámi Sovétríkjanna í Afganistan. Fjöldi ungra manna hélt til nágrannalandsins Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni og fékk til þess stuðning meðal annars frá pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum. Margir þeirra gengu síðan til liðs við afgönsku talibanahreyfinguna, en aðrir héldu heim aftur. Eftir innrás Bandaríkjanna og NATO í Afganistan árið 2001 gripu þessir menn aftur til vopna, að þessu sinni til varnar afgönsku talibanahreyfingunni. Vegna stuðnings Pakistans við Bandaríkin og fjölþjóðalið NATO í Afganistan tóku þeir einnig að beina vopnum sínum gegn pakistanska ríkinu og pakistanska hernum. Árið 2007 sameinuðust pakistanskar talibanahreyfingar í eina heildarhreyfingu undir heitinu Tahreek-e-Taliban Pakistan. Leiðtogi þeirra nú nefnist Maulana Fazlullah. Talibanar, bæði afganskir og pakistanskir, koma einkum úr röðum pastúna, ættflokks sem býr beggja vegna landamæranna. Norðausturhluti Pakistans, meðfram landamærum Afganistans, er að mestu byggður pastúnum og þar er staða talibana sterkust.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira