Innlent

Páll Þórhallsson nýr formaður stjórnarskrárnefndar

Bjarki Ármannsson skrifar
Páll Þórhallsson.
Páll Þórhallsson. Vísir/GVA
Forsætisráðherra hefur skipað Pál Þórhallsson, skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti, nýjan formann stjórnarskrárnefndar. Páll tekur við formennsku af Sigurði Líndal, prófessor emeritus, sem nýlega fékk lausn frá störfum að eigin ósk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Páll Þórhallsson hefur starfað í forsætisráðuneytinu frá árinu 2005 og þar áður hjá mannréttindadeild Evrópuráðsins. Samhliða störfum sínum í forsætisráðuneytinu hefur hann sinnt kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Páll var starfsmaður stjórnarskrárnefndar þeirrar sem starfaði á árunum 2005-2007 undir forystu Jóns Kristjánssonar. Hann átti jafnframt sæti í sérfræðingahópi Alþingis sem árið 2012 var falið að undirbúa frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og einnig í undirbúningsnefnd stjórnlagaþings og síðar stjórnlagaráðs 2010-2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×