Síldardauðinn ekki rakinn til mannanna verka Svavar Hávarðsson skrifar 23. maí 2014 07:00 Yfir 50 þúsund tonn alls drápust í desember 2012 og febrúar 2013. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekkert í gögnunum sem bendir til þess að vegfyllingin hafi haft úrslitaáhrif á síldardauðann í firðinum,“ sagði Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjó- og vistfræðisviðs Hafrannsóknastofnunar, þegar niðurstöður vöktunar í Kolgrafafirði í kjölfar síldardauðans veturinn 2012 og 2013 voru að hluta kynntar í gær. Sólveig segir það hafa verið knýjandi að svara þeirri spurningu hvort þverun fjarðarins hafi valdið síldardauðanum, en sú kenning hefur lengi verið uppi ásamt fleirum. Hún segir að vegfyllingin hafi verið reist á grynningum, eða náttúrulegu hafti, sem þegar var fyrir. Við framkvæmdirnar hafi rennan undir brúna verið dýpkuð, og reynist ekkert síðri en sú sem fyrir var. „En ég held að það þurfi að liggja fyrir mun betri rannsóknir áður en farið verður í þveranir í framtíðinni en lágu fyrir í Kolgrafafirði á sínum tíma,“ sagði Sólveig jafnframt í gær. Rannsóknaverkefni sem hefur það markmið að kortleggja strauma, súrefnisstyrk og ástand sjávar í firðinum hófst vorið 2013 og lauk þeirri gagnasöfnun í apríl. Mælingarnar staðfesta það sem áður var vitað; súrefnisskortur var ástæða síldardauðans og súrefnismagnið í Kolgrafafirði fellur afar hratt þegar lygnir. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs, sagði á fundinum að mun minna af síld héldi til í firðinum í vetur en fyrr, eða um 70 þúsund tonn miðað við allt að 300 þúsund tonn árin á undan. „Ýmiss teikn eru á lofti um breytingar í vetursetu síldarinnar,“ sagði Þorsteinn en síldin hefur haldið fyrir á þremur svæðum við landið í vetur. Hann rakti þá sögu að þessi hegðun íslensku sumargotssíldarinnar er alþekkt í gegnum áratugina, og flakkar síldin milli svæða og landshluta. Þorsteinn bendir á síldardauðann annars vegar og sýkinguna sem herjaði á stofninn frá 2008. Um gríðarlegt áfall hafi verið að ræða, en þegar allt er lagt saman drap sýkingin tífalt meira og keyrði stofninn úr 900 þúsund tonnum niður í 400 til 500 þúsund tonn.Fjórum sinnum minna af síld nú í veturFrá því er síldardauði varð í Kolgrafafirði í desember 2012 vegna súrefnisþurrðar hefur umhverfisástand og magn síldar í firðinum verið vaktað og náið hefur verið fylgst með styrk súrefnis. Frá desember 2012 til apríl 2013 var farið í sex rannsóknaleiðangra í fjörðinn til vöktunar á umhverfinu auk ítrekaðra mælinga á magni síldarinnar. Á undanförnum árum hefur síld haft vetursetu í firðinum og í desember 2012 er áætlað að um 270 þúsund tonn hafi verið innan við brúna yfir fjörðinn þegar fyrst varð vart við dauða síld. Magnið var áfram svipað allt fram á vor 2013. Um 70 þúsund tonn héldu til í firðinum í vetur. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
„Það er ekkert í gögnunum sem bendir til þess að vegfyllingin hafi haft úrslitaáhrif á síldardauðann í firðinum,“ sagði Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjó- og vistfræðisviðs Hafrannsóknastofnunar, þegar niðurstöður vöktunar í Kolgrafafirði í kjölfar síldardauðans veturinn 2012 og 2013 voru að hluta kynntar í gær. Sólveig segir það hafa verið knýjandi að svara þeirri spurningu hvort þverun fjarðarins hafi valdið síldardauðanum, en sú kenning hefur lengi verið uppi ásamt fleirum. Hún segir að vegfyllingin hafi verið reist á grynningum, eða náttúrulegu hafti, sem þegar var fyrir. Við framkvæmdirnar hafi rennan undir brúna verið dýpkuð, og reynist ekkert síðri en sú sem fyrir var. „En ég held að það þurfi að liggja fyrir mun betri rannsóknir áður en farið verður í þveranir í framtíðinni en lágu fyrir í Kolgrafafirði á sínum tíma,“ sagði Sólveig jafnframt í gær. Rannsóknaverkefni sem hefur það markmið að kortleggja strauma, súrefnisstyrk og ástand sjávar í firðinum hófst vorið 2013 og lauk þeirri gagnasöfnun í apríl. Mælingarnar staðfesta það sem áður var vitað; súrefnisskortur var ástæða síldardauðans og súrefnismagnið í Kolgrafafirði fellur afar hratt þegar lygnir. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs, sagði á fundinum að mun minna af síld héldi til í firðinum í vetur en fyrr, eða um 70 þúsund tonn miðað við allt að 300 þúsund tonn árin á undan. „Ýmiss teikn eru á lofti um breytingar í vetursetu síldarinnar,“ sagði Þorsteinn en síldin hefur haldið fyrir á þremur svæðum við landið í vetur. Hann rakti þá sögu að þessi hegðun íslensku sumargotssíldarinnar er alþekkt í gegnum áratugina, og flakkar síldin milli svæða og landshluta. Þorsteinn bendir á síldardauðann annars vegar og sýkinguna sem herjaði á stofninn frá 2008. Um gríðarlegt áfall hafi verið að ræða, en þegar allt er lagt saman drap sýkingin tífalt meira og keyrði stofninn úr 900 þúsund tonnum niður í 400 til 500 þúsund tonn.Fjórum sinnum minna af síld nú í veturFrá því er síldardauði varð í Kolgrafafirði í desember 2012 vegna súrefnisþurrðar hefur umhverfisástand og magn síldar í firðinum verið vaktað og náið hefur verið fylgst með styrk súrefnis. Frá desember 2012 til apríl 2013 var farið í sex rannsóknaleiðangra í fjörðinn til vöktunar á umhverfinu auk ítrekaðra mælinga á magni síldarinnar. Á undanförnum árum hefur síld haft vetursetu í firðinum og í desember 2012 er áætlað að um 270 þúsund tonn hafi verið innan við brúna yfir fjörðinn þegar fyrst varð vart við dauða síld. Magnið var áfram svipað allt fram á vor 2013. Um 70 þúsund tonn héldu til í firðinum í vetur.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira