Innlent

Kona handtekin grunuð um heimilisofbeldi í Hafnarfirði

Vísir/GVA
Ölvuð kona var handtekin í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt eftir að hafa beitt heimilisofbeldi. Lögregla tilgreinir ekki nánari málsatvik. Ölvaður karlmaður var handtekinn á veitingahúsi í miðborginni í gærkvöldi eftir að hann hafði gætt sér á mat og áfengi, en neitaði að greiða fyrir það.

Þá voru tveir ölvaðir karlmenn staðnir að því að brjótast inn í bíla í miðborginni um tvö leitið í nótt.

Þeir voru vistaðir í fangageymslu og einn til viðbótar var vistaður þar vegna ölvunarástands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×