Samþykkt að hefja viðræður við einkaaðila um Sundabraut Randver Kári Randversson skrifar 23. maí 2014 15:20 Hefja á viðræður við einkaaðila um undirbúning, hönnun og lagningu Sundabrautar. Visir/Onnó Ríkisstjórnin samþykkti í dag að hefja formlegar viðræður milli ríkisins og einkaaðila um undirbúning, hönnun og lagningu Sundabrautar í Reykjavík í því skyni að flýta mögulegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. Jafnframt kemur fram að unnið verður í samræmi við tillögur stýrihóps innanríkisráðherra sem hefur það hlutverk að skoða hvaða samgönguframkvæmdir koma til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila. Ljóst sé að leita þurfi leiða til að fjármagna ýmis samgönguverkefni með öðru móti en beinum framlögum úr ríkissjóði. Um leið og minna fjármagni hafi verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu fari þörfin sífellt vaxandi og því hafi verið ákveðið að kanna rækilega hvaða framkvæmdir sé unnt að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun, að rekstri og þjónustu við slík mannvirki. Fjögurra ára samgönguáætlun verður tekin til umfjöllunar þegar Alþingi kemur saman í haust, þar sem fjallað er um fyrirhugaða Sundabraut og að kostir einkaframkvæmdar verði skoðaðir. Fréttatilkynning innanríkisráðuneytisins í heild: Undirbúningur hefst að hönnunog lagningu Sundabrautar Ríkisstjórnin samþykkti á afmælisfundi sínum í dag tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að hefja formlegar viðræður ríkisins og einkaaðila um undirbúning, hönnun og lagningu Sundabrautar í Reykjavík í því skyni að flýta mögulegum framkvæmdum. Yrði byggt á tillögum stýrihóps ráðherra sem hefur haft það hlutverk að fara yfir hvaða samgönguframkvæmdir koma til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila.Fjögurra ára samgönguáætlun liggur nú fyrir Alþingi og verður tekin til umfjöllunar þegar þing kemur saman að nýju í haust. Þar er meðal annars fjallað um fyrirhugaða Sundabraut og að kostir einkaframkvæmdar verði skoðaðir. Í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga segir einnig að umtalsvert fé þurfi til að viðhalda og byggja upp samgöngukerfi landsins á næstu árum og því talið rétt að huga að aðkomu einkaaðila í samstarfi við opinbera aðila. Í því sambandi verði litið til góðrar reynslu margra nágrannaþjóða af slíku samstarfi fjárfesta, rekstraraðila og ríkisvalds.Um miðjan apríl skipaði ráðherra stýrihóp sem hefur það hlutverk að fara yfir hvaða samgönguframkvæmdir koma til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila. Ljóst er að leita þarf leiða til að fjármagna ýmis og brýn samgönguverkefni með öðru móti en beinum framlögum úr ríkissjóði. Um leið og minna fé hefur á síðustu árum verið veitt í stofnframkvæmdir í vegakerfinu fer þörfin sífellt vaxandi og því var ákveðið að kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki.--------------Fréttatilkynning frá innanríkisráðuneyti 23. maí 2014 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í dag að hefja formlegar viðræður milli ríkisins og einkaaðila um undirbúning, hönnun og lagningu Sundabrautar í Reykjavík í því skyni að flýta mögulegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. Jafnframt kemur fram að unnið verður í samræmi við tillögur stýrihóps innanríkisráðherra sem hefur það hlutverk að skoða hvaða samgönguframkvæmdir koma til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila. Ljóst sé að leita þurfi leiða til að fjármagna ýmis samgönguverkefni með öðru móti en beinum framlögum úr ríkissjóði. Um leið og minna fjármagni hafi verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu fari þörfin sífellt vaxandi og því hafi verið ákveðið að kanna rækilega hvaða framkvæmdir sé unnt að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun, að rekstri og þjónustu við slík mannvirki. Fjögurra ára samgönguáætlun verður tekin til umfjöllunar þegar Alþingi kemur saman í haust, þar sem fjallað er um fyrirhugaða Sundabraut og að kostir einkaframkvæmdar verði skoðaðir. Fréttatilkynning innanríkisráðuneytisins í heild: Undirbúningur hefst að hönnunog lagningu Sundabrautar Ríkisstjórnin samþykkti á afmælisfundi sínum í dag tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að hefja formlegar viðræður ríkisins og einkaaðila um undirbúning, hönnun og lagningu Sundabrautar í Reykjavík í því skyni að flýta mögulegum framkvæmdum. Yrði byggt á tillögum stýrihóps ráðherra sem hefur haft það hlutverk að fara yfir hvaða samgönguframkvæmdir koma til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila.Fjögurra ára samgönguáætlun liggur nú fyrir Alþingi og verður tekin til umfjöllunar þegar þing kemur saman að nýju í haust. Þar er meðal annars fjallað um fyrirhugaða Sundabraut og að kostir einkaframkvæmdar verði skoðaðir. Í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga segir einnig að umtalsvert fé þurfi til að viðhalda og byggja upp samgöngukerfi landsins á næstu árum og því talið rétt að huga að aðkomu einkaaðila í samstarfi við opinbera aðila. Í því sambandi verði litið til góðrar reynslu margra nágrannaþjóða af slíku samstarfi fjárfesta, rekstraraðila og ríkisvalds.Um miðjan apríl skipaði ráðherra stýrihóp sem hefur það hlutverk að fara yfir hvaða samgönguframkvæmdir koma til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila. Ljóst er að leita þarf leiða til að fjármagna ýmis og brýn samgönguverkefni með öðru móti en beinum framlögum úr ríkissjóði. Um leið og minna fé hefur á síðustu árum verið veitt í stofnframkvæmdir í vegakerfinu fer þörfin sífellt vaxandi og því var ákveðið að kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki.--------------Fréttatilkynning frá innanríkisráðuneyti 23. maí 2014
Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira