Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Tælands, er í haldi hersins þar í landi ásamt fjölskyldumeðlimum hennar. Frá þessu greindi BBC fyrir stuttu.
Líkt og greint hefur verið frá, hrifsaði herinn til sín völd í landinu í gær. Prayuth Chan-ocha hershöfðingi sagði yfirtökuna lið í því að koma aftur á stöðugleika í landinu eftir um sex mánaða vargöld sem ríkt hefur í landinu.
Shinawatra á að hafa mætt til herstöðvar í Bangkok fyrr í dag samkvæmt skipun. Eftir marga klukkutíma dvöl þar var hún flutt á ónefndan stað.
Fyrrum forsætisráðherra Tælands í haldi hersins

Tengdar fréttir

Tælenski herinn tekur völdin
Valdatakan sögð liður í því að koma aftur á stöðugleika í Tælandi eftir um sex mánaða vargöld sem ríkt hefur í landinu.