Innlent

„Ég mun aldrei fyrirgefa Mývetningum“

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Átök hafa ávallt einkennt Mývatn. Kölski og drottinn guð tókust á um fegurð sköpunarverksins í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, vestur og austur mætast undir Laxárhrauni Yngra.

Mývetningar, sem frá landnámi höfðu lífsviðurværi sitt af gnægðum vatnsins, hafa að sama skapi tekist á.

Starfsemi Kísiliðjunnar og kísilgúrnám úr Mývatni var og er umdeilt verkefni. Engum dylst að Kísiliðjan var hvalreki fyrir Mývatnssveit, bæði í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti.

Nú deila menn um fórnarkostnaðinn. Rannsóknir vísindamenn gefa til kynna að umfangsmikil vinnsla kísilgúrs af botni Ytriflóa Mývatns hafi haft veruleg og afdrifarík áhrif á viðkvæmt vistkerfi Mývatns, sem er einstakt á heimsvísu.

Í myndskeiðinu hér fyrir ofan ræðum við við helstu leikendur í þessari deilu — þá sem vöruðu við afleiðingum kísilgúrnámsins og þá sem hömpuðu Kísiliðjunni sem tímamótum í samfélagi Mývetninga, sem hún sannarlega var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×