Eins og hálfs árs með sprunginn botnlanga í tvær vikur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2014 14:45 "Þó svo ég fari hugsanlega með rangt mál, þá er allt í lagi að kanna málið. Það er engu að tapa.“ María Bergrós Jóhannsdóttir er nítján mánaða gömul stúlka frá Eskifirði. Hinn 29.apríl veiktist hún illilega og fór móðir hennar með hana til læknis á heilsugæsluna á Eskifirði. Hún hafði verið með mikla ælupest og hita og taldi læknirinn hana vera með lungnabólgu og fékk hún því penisillín. Heilsu Maríu Bergrósar fór hrakandi og eftir að hafa farið á heilsugæsluna í þrígang var hún send á Norðfjarðarspítala. Hún fékk þar næringu í æð og send heim. Taldi læknir hennar hana vera með flensu. „Hún var ekkert rannsökuð. Hún var á spítalanum í mesta lagi tólf tíma áður en hún var send heim aftur. Næstu daga hélt ælupestin og veikindi hennar áfram. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Kristlaug Björg Sigurðardóttir, móðuramma Maríu Bergrósar. Á þessum tíma lést dóttir Kristlaugar úr krabbameini og var því farið suður til Reykjavíkur. „Hún grét svo mikið, af öllum hennar krafti, alla leið til Reykjavíkur. Þá sagði ég bara hingað og ekki lengra og fór með hana á barnadeild Landspítalans. Þá fyrst var hún send í rannsóknir.“Með sprunginn botnlanga í tvær vikur Þegar María Bergrós kom á spítalann var henni flýtt í röntgenmyndatöku og gefin morfínsprauta. Í ljós kom að botnlangi hennar var sprunginn og hafði verið það í rúmar tvær vikur. Kviðarhol hennar var fullt af grefti, garnirnar voru samangrónar og var hún að auki komin með lífhimnubólgu. „Henni var ekki hugað líf. Ef ég hefði ekki farið með hana til Reykjavíkur þá væri hún líklega ekki á lífi í dag.“ Kristlaug hafði nefnt það við læknana að þetta hlyti að vera botnlanginn. Hún á fimm börn og höfðu þrjú þeirra fengið botnlangakast, öll ung að aldri. Læknirinn sagði það hins vegar ólíklegt. „Mér fannst eins og litið væri á mig sem móðursjúka ömmu og ég sögð fara með fleipur. Þetta ung börn fái ekki botnlangaköst,“ segir Kristlaug, sem á fimm börn og tuttugu barnabörn, og því ansi sjóuð þegar kemur að málum sem þessum. „Þó svo ég fari hugsanlega með rangt mál, þá er allt í lagi að kanna málið. Það er engu að tapa.“Lítil sem engin þjónusta á landsbyggðinni Kristlaug segir skömm að heilbrigðiskerfinu á landsbyggðinni en vonar að saga hennar verði öðrum víti til varnar. Nauðsynlegt sé að hlusta á sitt innra sjálf því oftar en ekki reynist það rétt. „Ég vil bara að þetta fái að líta dagsins ljós. Þetta er ekki eðlileg þjónusta sem við fáum hér úti á landi. Þjónustan er mjög takmörkuð, við fáum hina og þessa lækna og þarf alltaf að byrja á sömu sögunni aftur og aftur. Það er engin þjónusta hérna.“ María Bergrós fór í þriggja klukkustunda aðgerð en er nú á batavegi. Hún má þó ekki borða og er einungis á fljótandi fæði enn sem komið er. „Ég vil ekki hugsa til þess hvernig hefði getað farið. Þetta er bara skelfilegt.“„Hún grét svo mikið, af öllum hennar krafti, alla leið til Reykjavíkur. Þá sagði ég bara hingað og ekki lengra.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
María Bergrós Jóhannsdóttir er nítján mánaða gömul stúlka frá Eskifirði. Hinn 29.apríl veiktist hún illilega og fór móðir hennar með hana til læknis á heilsugæsluna á Eskifirði. Hún hafði verið með mikla ælupest og hita og taldi læknirinn hana vera með lungnabólgu og fékk hún því penisillín. Heilsu Maríu Bergrósar fór hrakandi og eftir að hafa farið á heilsugæsluna í þrígang var hún send á Norðfjarðarspítala. Hún fékk þar næringu í æð og send heim. Taldi læknir hennar hana vera með flensu. „Hún var ekkert rannsökuð. Hún var á spítalanum í mesta lagi tólf tíma áður en hún var send heim aftur. Næstu daga hélt ælupestin og veikindi hennar áfram. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Kristlaug Björg Sigurðardóttir, móðuramma Maríu Bergrósar. Á þessum tíma lést dóttir Kristlaugar úr krabbameini og var því farið suður til Reykjavíkur. „Hún grét svo mikið, af öllum hennar krafti, alla leið til Reykjavíkur. Þá sagði ég bara hingað og ekki lengra og fór með hana á barnadeild Landspítalans. Þá fyrst var hún send í rannsóknir.“Með sprunginn botnlanga í tvær vikur Þegar María Bergrós kom á spítalann var henni flýtt í röntgenmyndatöku og gefin morfínsprauta. Í ljós kom að botnlangi hennar var sprunginn og hafði verið það í rúmar tvær vikur. Kviðarhol hennar var fullt af grefti, garnirnar voru samangrónar og var hún að auki komin með lífhimnubólgu. „Henni var ekki hugað líf. Ef ég hefði ekki farið með hana til Reykjavíkur þá væri hún líklega ekki á lífi í dag.“ Kristlaug hafði nefnt það við læknana að þetta hlyti að vera botnlanginn. Hún á fimm börn og höfðu þrjú þeirra fengið botnlangakast, öll ung að aldri. Læknirinn sagði það hins vegar ólíklegt. „Mér fannst eins og litið væri á mig sem móðursjúka ömmu og ég sögð fara með fleipur. Þetta ung börn fái ekki botnlangaköst,“ segir Kristlaug, sem á fimm börn og tuttugu barnabörn, og því ansi sjóuð þegar kemur að málum sem þessum. „Þó svo ég fari hugsanlega með rangt mál, þá er allt í lagi að kanna málið. Það er engu að tapa.“Lítil sem engin þjónusta á landsbyggðinni Kristlaug segir skömm að heilbrigðiskerfinu á landsbyggðinni en vonar að saga hennar verði öðrum víti til varnar. Nauðsynlegt sé að hlusta á sitt innra sjálf því oftar en ekki reynist það rétt. „Ég vil bara að þetta fái að líta dagsins ljós. Þetta er ekki eðlileg þjónusta sem við fáum hér úti á landi. Þjónustan er mjög takmörkuð, við fáum hina og þessa lækna og þarf alltaf að byrja á sömu sögunni aftur og aftur. Það er engin þjónusta hérna.“ María Bergrós fór í þriggja klukkustunda aðgerð en er nú á batavegi. Hún má þó ekki borða og er einungis á fljótandi fæði enn sem komið er. „Ég vil ekki hugsa til þess hvernig hefði getað farið. Þetta er bara skelfilegt.“„Hún grét svo mikið, af öllum hennar krafti, alla leið til Reykjavíkur. Þá sagði ég bara hingað og ekki lengra.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira