Innlent

Dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Mennirnir neituðu báðir sök fyrir rétti.
Mennirnir neituðu báðir sök fyrir rétti. Vísir/Pjetur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo menn í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Einnig voru þeir dæmdir til þess að greiða málskostnað og fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.

Samkvæmt dómsgögnum er mönnunum gert að sök að hafa veist að manni á Laugavegi í Reykjavík í ágúst 2012 með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut heilahristing og talsverða áverka. Mennirnir neituðu báðir sök fyrir rétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×