Sverrir Ingi Ingason, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Björn Daníel Sverrisson, Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson voru allir í byrjunarliði Viking sem bar sigurorð af FK Haugesund í fjórðu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag, en þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem það gerist.
Og mörkin í leiknum voru íslensk. Sverrir kom Viking á bragðið með marki eftir 26. mínútna leik og Steinþór Freyr tvöfaldaði forystuna 14 mínútum seinna. Fleiri urðu mörkin ekki og Viking fagnaði því 2-0 sigri, en liðið situr er sem stendur á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með átta stig.
Fimm Íslendingar í byrjunarliði Viking
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn



