„Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2014 10:42 Óskar Bjarnason segir mikla þungavigt að baki gerningnum; lögmenn og lögreglumenn. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa það en ekki náðist í Stefán Eiríksson. Enginn niðurstaða fékkst í rannsókn lögreglunnar á dreifingu svínshausa á lóð múslima við Sogamýri. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, gefur ekkert fyrir rannsóknina. Hann segir þann sem framdi verknaðinn hafa gengist fúslega við honum og sagt að moskan risi aldrei og frekari aðgerða væri að vænta.Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni við Grensásveg, segir að rannsókn lokið en málið var aldrei sent til ákærusviðs lögreglunnar því enginn botn fékkst í málið. Þegar málið kom upp steig Óskar Bjarnason fram og játaði á sig verknaðinn í viðtali við Vísi. Hann sagðist hafa verið í félagi með þremur öðrum og að markmið þeirra hafi verið að mótmæla fyrirhugaðri byggingu mosku á lóðinni. Gunnar segir, í samtali við Fréttablaðið, að þarna hafi nú bara einhver verið á ferð sem vildi vekja á sér athygli. „Ekkert liggur fyrir um það hver þarna var að verki,“ segir Gunnar.Vísir ræddi í gær við Salman Tamimi, trúarleiðtoga múslima, og hann taldi einsýnt að lögreglan væri að draga lappirnar í málinu, en þá var ekkert að frétta. Á sínum tíma hentu starfsmenn Reykjavíkurborgar hentu sönnunargögnum í málinu að viðstaddri lögreglu. Sverrir Agnarson furðar sig á niðurstöðunni. „Æji, mér finnst hún hálf hlægileg. Ég næ ekki af hverju þeir geta ekki rannsakað málið. Þeir klúðruðu sönnunargögnunum og svo er engin spurning um tilganginn með þessu. Það var ekkert að vekja á sér athygli,“ segir Sverrir. Hann segir svo frá að hann hafi verið í viðtali á Útvarpi Sögu ásamt téðum Óskari. „Sem stóð fyrir þessu. Þar játaði hann þetta alveg og hótaði fleiri aðgerðum. Hann sagði við mig: Þessi moska kemur aldrei til með að rísa! Hvað sem það þýðir?“Þannig að honum hefur verið full alvara og hann gekkst við þessu í þín eyru? „Alveg hreint. Og hann sagði að það væru miklir þungavigtarmenn á bak við þetta sem væru bæði lögfræðingar og lögreglumenn.“Má þá segja að lögreglan hafi sópað þessu undir teppið? „Ég held að þeir hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á að leysa þetta mál eða litið á þetta sem neinn hatursáróður, hatursglæp eða hvað má kalla þetta,“ segir Sverrir. Ekki tókst að ná tali af Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Enginn niðurstaða fékkst í rannsókn lögreglunnar á dreifingu svínshausa á lóð múslima við Sogamýri. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, gefur ekkert fyrir rannsóknina. Hann segir þann sem framdi verknaðinn hafa gengist fúslega við honum og sagt að moskan risi aldrei og frekari aðgerða væri að vænta.Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni við Grensásveg, segir að rannsókn lokið en málið var aldrei sent til ákærusviðs lögreglunnar því enginn botn fékkst í málið. Þegar málið kom upp steig Óskar Bjarnason fram og játaði á sig verknaðinn í viðtali við Vísi. Hann sagðist hafa verið í félagi með þremur öðrum og að markmið þeirra hafi verið að mótmæla fyrirhugaðri byggingu mosku á lóðinni. Gunnar segir, í samtali við Fréttablaðið, að þarna hafi nú bara einhver verið á ferð sem vildi vekja á sér athygli. „Ekkert liggur fyrir um það hver þarna var að verki,“ segir Gunnar.Vísir ræddi í gær við Salman Tamimi, trúarleiðtoga múslima, og hann taldi einsýnt að lögreglan væri að draga lappirnar í málinu, en þá var ekkert að frétta. Á sínum tíma hentu starfsmenn Reykjavíkurborgar hentu sönnunargögnum í málinu að viðstaddri lögreglu. Sverrir Agnarson furðar sig á niðurstöðunni. „Æji, mér finnst hún hálf hlægileg. Ég næ ekki af hverju þeir geta ekki rannsakað málið. Þeir klúðruðu sönnunargögnunum og svo er engin spurning um tilganginn með þessu. Það var ekkert að vekja á sér athygli,“ segir Sverrir. Hann segir svo frá að hann hafi verið í viðtali á Útvarpi Sögu ásamt téðum Óskari. „Sem stóð fyrir þessu. Þar játaði hann þetta alveg og hótaði fleiri aðgerðum. Hann sagði við mig: Þessi moska kemur aldrei til með að rísa! Hvað sem það þýðir?“Þannig að honum hefur verið full alvara og hann gekkst við þessu í þín eyru? „Alveg hreint. Og hann sagði að það væru miklir þungavigtarmenn á bak við þetta sem væru bæði lögfræðingar og lögreglumenn.“Má þá segja að lögreglan hafi sópað þessu undir teppið? „Ég held að þeir hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á að leysa þetta mál eða litið á þetta sem neinn hatursáróður, hatursglæp eða hvað má kalla þetta,“ segir Sverrir. Ekki tókst að ná tali af Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira