Ríkissaksóknari krefur sérstakan saksóknara skýringa á hlerunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. júní 2014 18:45 Ríkissaksóknari mun fara fram á skýringar frá sérstökum saksóknara hvers vegna ákæruvaldið hafi notað sönnunargögn sem aflað var með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari mun að því búnu meta hvort efni séu til frekari aðgerða að hálfu embættisins. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í dómsorði í Ímon málinu, þar sem tveir af þremur stjórnendum Landsbankans voru sýknaðir af ákæru Sérstaks saksóknara, kemur fram að starfsmenn embættisins hafi brotið lög með því að hlera símtöl ákærðu og verjanda þeirra. Upptaka var ekki stöðvuð þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra né var upptökunum eytt.Ragnar Aðalsteinsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið noti sönnunargögn sem aflað sé með ólögmætum hætti. Í skriflegu svari Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, til fréttastofu Stöðvar 2 í dag, segist hún líta málið alvarlegum augum. Saksóknari ætli að krefja sérstakan saksóknara svara í þessu tilviki sérstaklega og meta hvort efni séu til frekari aðgerða af hálfu embættisins.Ekki hlerað í rauntíma Saksóknari bendir á að í málum sem þessum sé ekki hlustað á upptökur í rauntíma, það er símtöl eru tekin upp og hlustað á þau síðar. Því hafi verið erfitt fyrir starfsmenn sérstaks saksóknara að stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra líkt og fram kemur í dóminum. Saksóknari segir rétt að þau tilvik sem upp hafa komið í málum sérstaks saksóknara séu ekki í samræmi við ákvæði um meðferð sakamála. Það hefur ríkissaksóknari ítekað í tveimur bréfum sem send voru öllum lögreglustjórum og til sérstaks saksóknara að eyða skuli öllum upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda enda komi það skýrt fram í lögum um meðferð sakamála. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hafa ekki eytt upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda. Í svari ríkissaksóknara segir: „Það að ekki hafi verið farið eftir fyrirmælum laganna að þessu leyti leiðir hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða.“ Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Ríkissaksóknari mun fara fram á skýringar frá sérstökum saksóknara hvers vegna ákæruvaldið hafi notað sönnunargögn sem aflað var með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari mun að því búnu meta hvort efni séu til frekari aðgerða að hálfu embættisins. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í dómsorði í Ímon málinu, þar sem tveir af þremur stjórnendum Landsbankans voru sýknaðir af ákæru Sérstaks saksóknara, kemur fram að starfsmenn embættisins hafi brotið lög með því að hlera símtöl ákærðu og verjanda þeirra. Upptaka var ekki stöðvuð þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra né var upptökunum eytt.Ragnar Aðalsteinsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið noti sönnunargögn sem aflað sé með ólögmætum hætti. Í skriflegu svari Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, til fréttastofu Stöðvar 2 í dag, segist hún líta málið alvarlegum augum. Saksóknari ætli að krefja sérstakan saksóknara svara í þessu tilviki sérstaklega og meta hvort efni séu til frekari aðgerða af hálfu embættisins.Ekki hlerað í rauntíma Saksóknari bendir á að í málum sem þessum sé ekki hlustað á upptökur í rauntíma, það er símtöl eru tekin upp og hlustað á þau síðar. Því hafi verið erfitt fyrir starfsmenn sérstaks saksóknara að stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra líkt og fram kemur í dóminum. Saksóknari segir rétt að þau tilvik sem upp hafa komið í málum sérstaks saksóknara séu ekki í samræmi við ákvæði um meðferð sakamála. Það hefur ríkissaksóknari ítekað í tveimur bréfum sem send voru öllum lögreglustjórum og til sérstaks saksóknara að eyða skuli öllum upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda enda komi það skýrt fram í lögum um meðferð sakamála. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hafa ekki eytt upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda. Í svari ríkissaksóknara segir: „Það að ekki hafi verið farið eftir fyrirmælum laganna að þessu leyti leiðir hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða.“
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00
Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03
Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45