Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. júní 2014 20:00 Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Aurum Holding málið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Aurum Holding málið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira