Viðskipti innlent

Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í máli Sérstaks saksóknara gegn sér og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum Landsbankans í IMON-málinu svokallaða.

Sigurjón ásamt Elínu Sigfúsdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs voru í dag sýknuð í Imon-málinu. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir.

„Þessi málatilbúnaður í kringum þetta Imon-mál er ótrúlegur og strax í fyrstu yfirheyrslu árið 2009 var augljóst að þetta væri á misskilningi byggt,“ segir Sigurjón Þ. Árnason í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2.

„Þessi lánveiting sem við Elín skrifum uppá á sínum tíma var algjörlega í samræmi við allar reglur og fól ekki í sér neina áhættu fyrir bankann.

Dómurinn misskilur hlutverk miðlara í banka

Steinþór Gunnarsson var sá eini sem var dæmdur til saka í málinu. Lárentínus Kristjánsson, verjandi Steinþórs, var mjög ósáttur við dóminn og segir að sérstakur saksóknari hafi hreinlega miskilið hlutverk miðlara í banka.

„Það sorglega við þessa niðurstöðu er að dómurinn virðist gera það líka,“ segir Lárentínus sem ætlar að áfrýja fyrir hönd skjólstæðings síns.

„Minn skjólstæðingur átti greinilega að vera í einhverju löggæslu hlutverki og passa upp á að hlutirnir séu í lagi en ekki aðrir í bankanum. Ekki regluvarslan og ekki bankastjórarnir. Niðurstaðan er fráleit.“ 


Tengdar fréttir

Áfrýjar í Imon-málinu

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum.

Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð

Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×