Okur á ferðamannastöðum: Segir hátt verð flæma Íslendinga frá Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 12:00 Jóhannes segir að neytendur verði að láta í sér heyra. Vísir/GVA/Anton „Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“ Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira