Dejan Lovren, varnarmaður Króatíu og Southampton, er óánægður með frammistöðu Shinji Nishimura, dómara leiks Króatíu og Brasilíu í gær.
Nishimura dæmdi vítaspyrnu á Lovren þegar framherjinn Fred lét sig falla með miklum látum í vítateig Króata. Lovren vill sjá að dómarar geti fengið refsingu fyrir rangar ákvarðanir.
„Auðvitað er ég reiður, ég var við það að gráta en hvað er hægt að gera núna? Þetta eru svo augljós mistök, hvernig getur dómari sem er á HM tekið slíka ákvörðun? Þegar leikmaður fær rautt fær hann bann og þetta ætti líka að ná til dómara.“
Lovren gerði lítið úr tilgangi mótsins ef dómararnir myndu láta hlutina falla með heimaþjóðinni.
„Ef þetta á að vera svona getum við afhent Brasilíu bikarinn strax. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Lovren.
Lovren: Hvernig getur hann tekið þessa ákvörðun
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn






Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn

Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn