Alexis Sanchez og Jorge Valdívia komu Síle í 2-0 forystu snemma leiks er þeir skoruðu með stuttu millibili. Varnarleikur Ástralíu virtist í molum og stefndi í öruggan sigur Suður-Ameríkumannanna.
Annað átti eftir að koma á daginn. Ástralir komu sér aftur inn í leikinn er Gary Cahill minnkaði muninn með skalla á 35. mínútu en við það efldust þeir gulkæddu mjög.
Cahill náði að koma boltanum aftur í netið í upphafi síðari hálfleiks en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Bæði lið komust nálægt því að skora en það var svo varamaðurinn Jean Beausejour, leikmaður Wigan, sem tryggði Síle 3-1 sigur með góðu skoti utan vítateigs í uppbótartíma.
Síle er því með þrjú stig í riðlinum, rétt eins og Holland sem vann 5-1 stórsigur á Spánverjum fyrr í kvöld.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.





