Vanmat hentugleika lendingarstaðarins Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 10:20 Atvikið átti sér stað skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Vísir/Vilhelm Fisflugvél hlekktist á í lendingu við Ásgarð nærri Kirkjubæjarklaustri þann 27. maí 2012. Þar fór vélhjólaíþróttakeppni fram og til stóð að lenda vélinni á túni við bæinn. Flugmanninum fannst hraðinn of mikill í lendingunni og ákvað að hætta við. Það tókst ekki og vélin hafnaði á girðingu og stöðvaðist. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að túnið við Ásgarð sé mishæðótt og að lendingarsvæðið hafi mælst 320 metrar að lengd. Flugmaðurinn fór fyrst yfir hús við upphaf lendingarsvæðisins og því var aðflugið hátt. Fisvélin snerti túnið fyrst þegar hún var komin um 200 metra inn á lendingarsvæðið. Þegar flugmaðurinn ákvað að hætta við lendingu voru líklega um 120 metrar eftir af lendingarsvæðinu. Fisflugmaðurinn hafði ekki lent þarna áður og hafði ekki leyfi landeiganda til lendingar en gerði ráð fyrir að það væri í lagi þar sem bílum var lagt á þessu svæði. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að lendingarstaðurinn hafi ekki verið heppilegur og þá sérstaklega sé tekið tillit til þess að meðvindur hafi verið í lendingunni. Mat RNSA er að fisflugmaðurinn hafi vanmetið hentugleika lendingarsvæðisins. Þegar hann hafi ákveðið að hætta við lendinguna hafi það verið of seint. Túnið hallaði upp á við, fisið snerti túnið og erfitt hafi verið að ná flugtakshraða á ný. Samantekt rannsóknarnefndarinnar má lesa hér og lokaskýrslu má skoða hér að neðan. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fisflugvél hlekktist á í lendingu við Ásgarð nærri Kirkjubæjarklaustri þann 27. maí 2012. Þar fór vélhjólaíþróttakeppni fram og til stóð að lenda vélinni á túni við bæinn. Flugmanninum fannst hraðinn of mikill í lendingunni og ákvað að hætta við. Það tókst ekki og vélin hafnaði á girðingu og stöðvaðist. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að túnið við Ásgarð sé mishæðótt og að lendingarsvæðið hafi mælst 320 metrar að lengd. Flugmaðurinn fór fyrst yfir hús við upphaf lendingarsvæðisins og því var aðflugið hátt. Fisvélin snerti túnið fyrst þegar hún var komin um 200 metra inn á lendingarsvæðið. Þegar flugmaðurinn ákvað að hætta við lendingu voru líklega um 120 metrar eftir af lendingarsvæðinu. Fisflugmaðurinn hafði ekki lent þarna áður og hafði ekki leyfi landeiganda til lendingar en gerði ráð fyrir að það væri í lagi þar sem bílum var lagt á þessu svæði. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að lendingarstaðurinn hafi ekki verið heppilegur og þá sérstaklega sé tekið tillit til þess að meðvindur hafi verið í lendingunni. Mat RNSA er að fisflugmaðurinn hafi vanmetið hentugleika lendingarsvæðisins. Þegar hann hafi ákveðið að hætta við lendinguna hafi það verið of seint. Túnið hallaði upp á við, fisið snerti túnið og erfitt hafi verið að ná flugtakshraða á ný. Samantekt rannsóknarnefndarinnar má lesa hér og lokaskýrslu má skoða hér að neðan.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira