Ennþá von í kjaradeilu grunnskólakennara: "Menn fá alveg að taka rækilega eftir okkur á morgun ef á þarf að halda" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. maí 2014 18:36 Allt stefnir í sólarhringsverkfall grunnskólakennara á morgun, en þeir munu leggja niður störf ef ekki nást samningar í kvöld. Boðað hefur verið til baráttufunda víða um land á morgun komi til vinnustöðvunar og formaður Félags grunnskólakennara segir að kennarar muni þá láta heyra rækilega í sér. Samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fast að miðnætti í gærkvöldi og hófu aftur viðræður í morgun. Fundað hefur verið í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag en engin niðurstaða liggur fyrir. Óvissa ríkir því um vinnudag morgundagsins hjá 43 þúsund grunnskólanemum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að þokast hafi í samningsátt síðustu daga en launaliðurinn sé eftir. „Við erum að tala saman og þá er ennþá von. Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta hafist ekki en það er heldur ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta takist,“ segir hann. Frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar í næstu og þarnæstu viku en allherjarverkfall er ekki inni í myndinni eins og er. „Það er ekki útilokað að þetta hafist í kvöld en það er dálítið eftir og fólk verður bara að fylgjast með fréttum og heimasíðum í kvöld og í fyrramálið ef svo ber undir,“ segir hann. Búist þið við að vera hérna í nótt? „Ef á þarf að halda þá gerum við það. Við gerum allt sem við getum til að forða okkur frá vinnustöðvun,“ segir Ólafur. Baráttuhugur er í kennurum og útifundir hafa verið skipulagðir víða um land á morgun komi til vinnustöðvunar, meðal annars á Ingólfstorgi klukkan tíu í fyrramálið. „Við munum standa saman eins og áður og menn fá alveg að taka rækilega eftir okkur á morgun ef á þarf að halda,“ segir Ólafur að lokum. Tengdar fréttir Líkur á verkfalli grunnskólakennara á fimmtudag Mikið ber á milli samningsaðila og kröfur kennara samræmast ekki tilboði ríkisins. 13. maí 2014 13:39 Meirihluti grunnskólakennara segir já við vinnustöðvun „Við viljum sömu laun og aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá formanni Félags grunnskólakennara. 29. apríl 2014 13:46 Vinnustöðvun takist ekki að semja í dag Grunnskólakennarar leggja niður vinnu á morgun ef ekki nást samningar milli þeirra og sveitarfélaganna. Vilja sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun og sem bera sambærilega ábyrgð. Útifundir skipulagðir. 14. maí 2014 00:01 „Þetta er svona íslenska leiðin, menn verða að alveg fram á síðustu stundu“ Verkfall grunnskólakennara gæti hafist á morgun, náist samningar ekki í dag. 14. maí 2014 10:51 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Allt stefnir í sólarhringsverkfall grunnskólakennara á morgun, en þeir munu leggja niður störf ef ekki nást samningar í kvöld. Boðað hefur verið til baráttufunda víða um land á morgun komi til vinnustöðvunar og formaður Félags grunnskólakennara segir að kennarar muni þá láta heyra rækilega í sér. Samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fast að miðnætti í gærkvöldi og hófu aftur viðræður í morgun. Fundað hefur verið í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag en engin niðurstaða liggur fyrir. Óvissa ríkir því um vinnudag morgundagsins hjá 43 þúsund grunnskólanemum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að þokast hafi í samningsátt síðustu daga en launaliðurinn sé eftir. „Við erum að tala saman og þá er ennþá von. Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta hafist ekki en það er heldur ekkert sérstakt sem bendir til þess að þetta takist,“ segir hann. Frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar í næstu og þarnæstu viku en allherjarverkfall er ekki inni í myndinni eins og er. „Það er ekki útilokað að þetta hafist í kvöld en það er dálítið eftir og fólk verður bara að fylgjast með fréttum og heimasíðum í kvöld og í fyrramálið ef svo ber undir,“ segir hann. Búist þið við að vera hérna í nótt? „Ef á þarf að halda þá gerum við það. Við gerum allt sem við getum til að forða okkur frá vinnustöðvun,“ segir Ólafur. Baráttuhugur er í kennurum og útifundir hafa verið skipulagðir víða um land á morgun komi til vinnustöðvunar, meðal annars á Ingólfstorgi klukkan tíu í fyrramálið. „Við munum standa saman eins og áður og menn fá alveg að taka rækilega eftir okkur á morgun ef á þarf að halda,“ segir Ólafur að lokum.
Tengdar fréttir Líkur á verkfalli grunnskólakennara á fimmtudag Mikið ber á milli samningsaðila og kröfur kennara samræmast ekki tilboði ríkisins. 13. maí 2014 13:39 Meirihluti grunnskólakennara segir já við vinnustöðvun „Við viljum sömu laun og aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá formanni Félags grunnskólakennara. 29. apríl 2014 13:46 Vinnustöðvun takist ekki að semja í dag Grunnskólakennarar leggja niður vinnu á morgun ef ekki nást samningar milli þeirra og sveitarfélaganna. Vilja sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun og sem bera sambærilega ábyrgð. Útifundir skipulagðir. 14. maí 2014 00:01 „Þetta er svona íslenska leiðin, menn verða að alveg fram á síðustu stundu“ Verkfall grunnskólakennara gæti hafist á morgun, náist samningar ekki í dag. 14. maí 2014 10:51 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Líkur á verkfalli grunnskólakennara á fimmtudag Mikið ber á milli samningsaðila og kröfur kennara samræmast ekki tilboði ríkisins. 13. maí 2014 13:39
Meirihluti grunnskólakennara segir já við vinnustöðvun „Við viljum sömu laun og aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá formanni Félags grunnskólakennara. 29. apríl 2014 13:46
Vinnustöðvun takist ekki að semja í dag Grunnskólakennarar leggja niður vinnu á morgun ef ekki nást samningar milli þeirra og sveitarfélaganna. Vilja sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun og sem bera sambærilega ábyrgð. Útifundir skipulagðir. 14. maí 2014 00:01
„Þetta er svona íslenska leiðin, menn verða að alveg fram á síðustu stundu“ Verkfall grunnskólakennara gæti hafist á morgun, náist samningar ekki í dag. 14. maí 2014 10:51