Íslendingaliðið Avaldsnes tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni í norsku kvennadeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lá 3-1 á útivelli á móti Röa.
Avaldsnes var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína 3-0 en réð ekkert við hina átján ára gömlu Synne Skinnes Hansen sem skoraði þrennu fyrir Röa í þessum leik.
Þórunn Helga Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Avaldsnes en Hólmfríður Magnúsdóttir kom inná sem varamaður strax á 5. mínútu. Hólmfríður var síðan tekin af velli á 66. mínútu.
Hin brasilíska Debora Cristiane de Oliveira skoraði mark Avaldsnes á 50. mínútu en hún minnkaði þá muninn í 2-1. Hansen var hinsvegar aðeins sex mínútur að koma Röa aftur í tveggja marka forystu.
Avaldsnes tapaði sínum fyrsta leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn

