Réttur til frjálsrar farar um eigið land ekki vafaatriði Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2014 10:12 Vísir/Pjetur „Linkind og aumingjaskapur stjórnvalda gegn þessum sjálftökumönnum er óskiljanlegur og mun væntanlega engin breyting verða þar á fyrr en Íslendingar átta sig á hversu alvarlegt mál er á ferðinni og láta í sér heyra.“ Þetta segir Stefán Þórsson, landfræðingur, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir heitinu: „Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins“. Þar talar Stefán um gjaldtöku einkaaðila að náttúru Íslands og kallar hana þjófnað. Stefán vísar til þess að Umhverfisstofnun hafi gefið út yfirlýsingu um að gjaldtaka við Kerið sé ólögleg. „Sú ólöglega miðasala hefur nú staðið yfir í eitt ár, en mun vonandi verða stöðvuð fljótlega þar sem UST virðist loksins ætla að sinna lögbundinni skyldu sinni, sem er m.a. sú að náttúruverndarlög séu virt og þeim sé framfylgt,“ segir Stefán. „Í yfirlýsingunni kom einnig fram að gjaldtaka landeigenda í Mývatnssveit sé án allra lagaheimilda og þar með ólögleg, með öðrum orðum, þjófnaður.“ Stefán segir það skjóta skökku við við að Umhverfisstofnun ætli að bjóða lögbrjótum við Kerið að samningaborðinu og bjóða þeim samning við stofnunina, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu. „Eðlilegra væri að lögbrjótarnir bæðust afsökunar á framgangi sínum og væru fegnir því að sleppa við ákæru fyrir fjársvik. Litlar líkur eru á því að þeir hafi áhuga á samningi við stofnunina, þar sem arðgreiðslur yrðu óheimilar í þeim samningi. Þetta snýst nefnilega um náttúruvernd, en ekki að græða peninga.“ Hann segir linkind og aumingjaskap stjórnvalda gegn „þessum sjálftökumönnum“ vera óskiljanlegan. Væntanlega verði þar engin breyting á fyrr en Íslendingar átti sig á hve alvarlegt mál sé á ferðinni og láti í sér heyra.Hvar á að draga mörkin? „Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu. Á ég þar við rétt okkar til frjálsrar farar um eigið land án þess að greiða óprúttnum landeigendum gjald fyrir. Gjald, sem er ekki bara ólöglegt og án allra lagaheimilda, heldur líka byggt á fölskum forsendum, þar sem upphrópanir um landspjöll eiga sjaldnast við rök að styðjast.“ Þá spyr Stefán hvar það muni enda ef landeigendum verði í sjálfvald sett hvort þeir rukki fyrir aðgang að sínu landi og hvar eigi að draga mörkin. Hann segir lögin skýr. „Þjóðin verður að sýna stjórnvöldum að réttur þeirra til frjálsrar farar um eigið land er ekki lögfræðilegt vafaatriði, heldur lögbundinn grundvallarréttur okkar.“ Þá segir hann hættu á því að landeigendur muni beita lokunum inn á lönd sín ef þeir fái ekki að stunda sín lögbrot sín í friði. Heimild til slíks sé til staðar í náttúruverndarlögum. Stefán segir að fari svo beri stjórnvöldum að krefjast eignarnáms á viðkomandi jörðum. „Í því ljósi hlýtur líka að vera nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði náttúruverndarlaga á þann hátt, að landeigandi þurfi að gera grein fyrir sinni lokun til Umhverfisstofnunar og jafnvel fá til þess leyfi. Að vera pirraður á göngufólki væri til dæmis ekki gild ástæða.“ Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
„Linkind og aumingjaskapur stjórnvalda gegn þessum sjálftökumönnum er óskiljanlegur og mun væntanlega engin breyting verða þar á fyrr en Íslendingar átta sig á hversu alvarlegt mál er á ferðinni og láta í sér heyra.“ Þetta segir Stefán Þórsson, landfræðingur, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir heitinu: „Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins“. Þar talar Stefán um gjaldtöku einkaaðila að náttúru Íslands og kallar hana þjófnað. Stefán vísar til þess að Umhverfisstofnun hafi gefið út yfirlýsingu um að gjaldtaka við Kerið sé ólögleg. „Sú ólöglega miðasala hefur nú staðið yfir í eitt ár, en mun vonandi verða stöðvuð fljótlega þar sem UST virðist loksins ætla að sinna lögbundinni skyldu sinni, sem er m.a. sú að náttúruverndarlög séu virt og þeim sé framfylgt,“ segir Stefán. „Í yfirlýsingunni kom einnig fram að gjaldtaka landeigenda í Mývatnssveit sé án allra lagaheimilda og þar með ólögleg, með öðrum orðum, þjófnaður.“ Stefán segir það skjóta skökku við við að Umhverfisstofnun ætli að bjóða lögbrjótum við Kerið að samningaborðinu og bjóða þeim samning við stofnunina, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu. „Eðlilegra væri að lögbrjótarnir bæðust afsökunar á framgangi sínum og væru fegnir því að sleppa við ákæru fyrir fjársvik. Litlar líkur eru á því að þeir hafi áhuga á samningi við stofnunina, þar sem arðgreiðslur yrðu óheimilar í þeim samningi. Þetta snýst nefnilega um náttúruvernd, en ekki að græða peninga.“ Hann segir linkind og aumingjaskap stjórnvalda gegn „þessum sjálftökumönnum“ vera óskiljanlegan. Væntanlega verði þar engin breyting á fyrr en Íslendingar átti sig á hve alvarlegt mál sé á ferðinni og láti í sér heyra.Hvar á að draga mörkin? „Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu. Á ég þar við rétt okkar til frjálsrar farar um eigið land án þess að greiða óprúttnum landeigendum gjald fyrir. Gjald, sem er ekki bara ólöglegt og án allra lagaheimilda, heldur líka byggt á fölskum forsendum, þar sem upphrópanir um landspjöll eiga sjaldnast við rök að styðjast.“ Þá spyr Stefán hvar það muni enda ef landeigendum verði í sjálfvald sett hvort þeir rukki fyrir aðgang að sínu landi og hvar eigi að draga mörkin. Hann segir lögin skýr. „Þjóðin verður að sýna stjórnvöldum að réttur þeirra til frjálsrar farar um eigið land er ekki lögfræðilegt vafaatriði, heldur lögbundinn grundvallarréttur okkar.“ Þá segir hann hættu á því að landeigendur muni beita lokunum inn á lönd sín ef þeir fái ekki að stunda sín lögbrot sín í friði. Heimild til slíks sé til staðar í náttúruverndarlögum. Stefán segir að fari svo beri stjórnvöldum að krefjast eignarnáms á viðkomandi jörðum. „Í því ljósi hlýtur líka að vera nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði náttúruverndarlaga á þann hátt, að landeigandi þurfi að gera grein fyrir sinni lokun til Umhverfisstofnunar og jafnvel fá til þess leyfi. Að vera pirraður á göngufólki væri til dæmis ekki gild ástæða.“
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira