Réttur til frjálsrar farar um eigið land ekki vafaatriði Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2014 10:12 Vísir/Pjetur „Linkind og aumingjaskapur stjórnvalda gegn þessum sjálftökumönnum er óskiljanlegur og mun væntanlega engin breyting verða þar á fyrr en Íslendingar átta sig á hversu alvarlegt mál er á ferðinni og láta í sér heyra.“ Þetta segir Stefán Þórsson, landfræðingur, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir heitinu: „Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins“. Þar talar Stefán um gjaldtöku einkaaðila að náttúru Íslands og kallar hana þjófnað. Stefán vísar til þess að Umhverfisstofnun hafi gefið út yfirlýsingu um að gjaldtaka við Kerið sé ólögleg. „Sú ólöglega miðasala hefur nú staðið yfir í eitt ár, en mun vonandi verða stöðvuð fljótlega þar sem UST virðist loksins ætla að sinna lögbundinni skyldu sinni, sem er m.a. sú að náttúruverndarlög séu virt og þeim sé framfylgt,“ segir Stefán. „Í yfirlýsingunni kom einnig fram að gjaldtaka landeigenda í Mývatnssveit sé án allra lagaheimilda og þar með ólögleg, með öðrum orðum, þjófnaður.“ Stefán segir það skjóta skökku við við að Umhverfisstofnun ætli að bjóða lögbrjótum við Kerið að samningaborðinu og bjóða þeim samning við stofnunina, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu. „Eðlilegra væri að lögbrjótarnir bæðust afsökunar á framgangi sínum og væru fegnir því að sleppa við ákæru fyrir fjársvik. Litlar líkur eru á því að þeir hafi áhuga á samningi við stofnunina, þar sem arðgreiðslur yrðu óheimilar í þeim samningi. Þetta snýst nefnilega um náttúruvernd, en ekki að græða peninga.“ Hann segir linkind og aumingjaskap stjórnvalda gegn „þessum sjálftökumönnum“ vera óskiljanlegan. Væntanlega verði þar engin breyting á fyrr en Íslendingar átti sig á hve alvarlegt mál sé á ferðinni og láti í sér heyra.Hvar á að draga mörkin? „Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu. Á ég þar við rétt okkar til frjálsrar farar um eigið land án þess að greiða óprúttnum landeigendum gjald fyrir. Gjald, sem er ekki bara ólöglegt og án allra lagaheimilda, heldur líka byggt á fölskum forsendum, þar sem upphrópanir um landspjöll eiga sjaldnast við rök að styðjast.“ Þá spyr Stefán hvar það muni enda ef landeigendum verði í sjálfvald sett hvort þeir rukki fyrir aðgang að sínu landi og hvar eigi að draga mörkin. Hann segir lögin skýr. „Þjóðin verður að sýna stjórnvöldum að réttur þeirra til frjálsrar farar um eigið land er ekki lögfræðilegt vafaatriði, heldur lögbundinn grundvallarréttur okkar.“ Þá segir hann hættu á því að landeigendur muni beita lokunum inn á lönd sín ef þeir fái ekki að stunda sín lögbrot sín í friði. Heimild til slíks sé til staðar í náttúruverndarlögum. Stefán segir að fari svo beri stjórnvöldum að krefjast eignarnáms á viðkomandi jörðum. „Í því ljósi hlýtur líka að vera nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði náttúruverndarlaga á þann hátt, að landeigandi þurfi að gera grein fyrir sinni lokun til Umhverfisstofnunar og jafnvel fá til þess leyfi. Að vera pirraður á göngufólki væri til dæmis ekki gild ástæða.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Linkind og aumingjaskapur stjórnvalda gegn þessum sjálftökumönnum er óskiljanlegur og mun væntanlega engin breyting verða þar á fyrr en Íslendingar átta sig á hversu alvarlegt mál er á ferðinni og láta í sér heyra.“ Þetta segir Stefán Þórsson, landfræðingur, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir heitinu: „Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins“. Þar talar Stefán um gjaldtöku einkaaðila að náttúru Íslands og kallar hana þjófnað. Stefán vísar til þess að Umhverfisstofnun hafi gefið út yfirlýsingu um að gjaldtaka við Kerið sé ólögleg. „Sú ólöglega miðasala hefur nú staðið yfir í eitt ár, en mun vonandi verða stöðvuð fljótlega þar sem UST virðist loksins ætla að sinna lögbundinni skyldu sinni, sem er m.a. sú að náttúruverndarlög séu virt og þeim sé framfylgt,“ segir Stefán. „Í yfirlýsingunni kom einnig fram að gjaldtaka landeigenda í Mývatnssveit sé án allra lagaheimilda og þar með ólögleg, með öðrum orðum, þjófnaður.“ Stefán segir það skjóta skökku við við að Umhverfisstofnun ætli að bjóða lögbrjótum við Kerið að samningaborðinu og bjóða þeim samning við stofnunina, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu. „Eðlilegra væri að lögbrjótarnir bæðust afsökunar á framgangi sínum og væru fegnir því að sleppa við ákæru fyrir fjársvik. Litlar líkur eru á því að þeir hafi áhuga á samningi við stofnunina, þar sem arðgreiðslur yrðu óheimilar í þeim samningi. Þetta snýst nefnilega um náttúruvernd, en ekki að græða peninga.“ Hann segir linkind og aumingjaskap stjórnvalda gegn „þessum sjálftökumönnum“ vera óskiljanlegan. Væntanlega verði þar engin breyting á fyrr en Íslendingar átti sig á hve alvarlegt mál sé á ferðinni og láti í sér heyra.Hvar á að draga mörkin? „Almenningur verður að gera sér grein fyrir því hve hættulegt fordæmi mun skapast ef svona sjálftaka verður látin óáreitt og grundvallarréttindum okkar stofnað í hættu. Á ég þar við rétt okkar til frjálsrar farar um eigið land án þess að greiða óprúttnum landeigendum gjald fyrir. Gjald, sem er ekki bara ólöglegt og án allra lagaheimilda, heldur líka byggt á fölskum forsendum, þar sem upphrópanir um landspjöll eiga sjaldnast við rök að styðjast.“ Þá spyr Stefán hvar það muni enda ef landeigendum verði í sjálfvald sett hvort þeir rukki fyrir aðgang að sínu landi og hvar eigi að draga mörkin. Hann segir lögin skýr. „Þjóðin verður að sýna stjórnvöldum að réttur þeirra til frjálsrar farar um eigið land er ekki lögfræðilegt vafaatriði, heldur lögbundinn grundvallarréttur okkar.“ Þá segir hann hættu á því að landeigendur muni beita lokunum inn á lönd sín ef þeir fái ekki að stunda sín lögbrot sín í friði. Heimild til slíks sé til staðar í náttúruverndarlögum. Stefán segir að fari svo beri stjórnvöldum að krefjast eignarnáms á viðkomandi jörðum. „Í því ljósi hlýtur líka að vera nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði náttúruverndarlaga á þann hátt, að landeigandi þurfi að gera grein fyrir sinni lokun til Umhverfisstofnunar og jafnvel fá til þess leyfi. Að vera pirraður á göngufólki væri til dæmis ekki gild ástæða.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira