Innlent

Nýr þingmaður VG ber félagsmál fyrir brjósti

Heimir Már Pétursson skrifar
Steinunn Þóra Árnadóttir er nýr þingmaður Vinstri grænna. Þekkir vel til málefna öryrkja og segir þau skipta þjóðina miklu máli.
Steinunn Þóra Árnadóttir er nýr þingmaður Vinstri grænna. Þekkir vel til málefna öryrkja og segir þau skipta þjóðina miklu máli.
Steinunn Þóra Árnadóttir sem tekur sæti Árna Þórs Sigurðssonar á Alþingi eftir að hann sagði af sér þingmennsku í dag, segir friðar- og félagsmál standa hjarta hennar nærri sem og málefni fatlaðra. Hún hlakki til að taka sæti á Alþingi.

„Það leggst bara rosalega vel í mig. Ég er mjög spennt að kynnast þessum vinnustað betur sem ég hef bara fengið smá nasasjón af í gegnum setu mína þar sem varaþingmaður,“ segir Steinunn Þóra.

Hennar fyrsta aðkoma að stjórnmálum hafi verið í gegnum friðarmálin og þau verði ofarlega á baugi hjá henni sem og velferðar- og félagsmál.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því að skapa hér samfélag þar sem allir hafa jöfn tækifæri,“ segir Steinn Þóra.  Þar með jöfn lífskjör. Þá standi málefni fatlaðs fólks og öryrkja henni nærri.

„Þar sem ég tilheyri sjálf þeim hópi og hef starfað talsvert á vettvangi Öryrkjabandalagsins. Þannig að það eru mál sem að ég hef reynslu af og þekkingu á og skipta mig miklu máli og ég tel að skipti samfélagið allt mjög miklu máli,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×