Innlent

Veifaði skotvopni út um bílglugga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjöldi mótórhjóla og bíla veittu hinum ölvaða ökumanni eftirför.
Fjöldi mótórhjóla og bíla veittu hinum ölvaða ökumanni eftirför. VÍSIR/STEFÁN ÁRNI
Umfangsmiklum lögregluaðgerðum er nú lokið við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem sást veifa skotvopni út um glugga bílsins og veitti bílnum eftirför.

Fjöldi lögreglubíla og mótórhjóla tók þátt í eftirförinni og þegar lögregluþjónar höfðu hendur í hári ökuþórsins reyndist hann undir áhrifum áfengis. Bílstjórinn og tveir farþegar voru handteknir og færðir í fangaklefa.

Sólsetrið í Vesturbænum var fallegt í kvöld og nokkuð um fólk á gangi á göngustígnum við sjávarsíðuna sem varð vitni að aðgerðum lögreglu. Málið er nú til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×