Liggur þungt á mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Skúli Jón Friðgeirsson biður bara um að fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr með Gefle í sænsku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/getty „Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
„Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira