Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ Kjartan Atli Kjartansson og Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. júlí 2014 11:57 Terra Mítica garðurinn í Benidorm hefur verið heimsóttur af fjölda Íslendinga. Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn. Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn.
Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28
Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14
Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53