Sjúklingarnir borga: Enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 13:00 Gylfi Arnbjörnsson Vísir/Vilhelm „Ég hélt að það ætti að vera kyrrð um gjaldskrárhækkanir hins opinbera. Verið er að hækka gjöld á fólki sem hefur ekkert val um hvort það nýtir þjónustuna eða ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Þátttaka sjúklinga í kostnaði vegna sérfræðilækna hækkaði í byrjun mánaðarins um 4,9 prósent að meðaltali. Sjúkratryggingar Íslands sögðu að hækkanirnar mætti fyrst og fremst rekja til gjaldskrárhækkana sérfræðilækna. Sjúkratryggingar sömdu við sérfræðilækna, sem höfðu verið samningslausir frá 2011, í byrjun janúar. „Okkur var sagt í byrjun janúar að samningar við sérfræðilækna rúmuðust innan sameiginlegrar stefnu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda um stöðugleika. Að hækka gjaldskrána nú ber ekki vott um stöðugleika,“ segir Gylfi. Almenningur sé alltaf að borga meira og meira fyrir læknisþjónustu. Gylfi segist velta því fyrir sér hvort það sé stefna stjórnvalda að velta öllum hækkunum í heilbrigðiskerfinu yfir á sjúklinga. „Þetta er enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum,“ segir hann.Kom á óvart Margir urðu undrandi þegar í ljós kom að greiðsluþátttaka almennings vegna kostnaðar við sérfræðilæknaþjónustu hafði hækkað um 4,9 prósent að meðaltali. Nordicphotos/GettyKristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, sagði í samtali við Fréttablaðið þegar samningur Sjúkratrygginga og lækna var undirritaður í janúar að hann myndi lækka kostnað sjúklinga og er enn þeirrar skoðunar. „Á undanförnum árum má segja, í grófum dráttum, að ríkið hafi greitt 70 prósent af kostnaði við sérfræðilæknaþjónustu en sjúklingar 30 prósent. Á meðan sérfræðilæknar voru samningslausir rukkuðu þeir aukagjald og það var mat manna að hlutfall sjúklinga í kostnaðinum væri orðið rúm 40 prósent. Við samninginn lækkaði það aftur niður í 30 prósent,“ segir Kristján og bætir við að heilbrigðisráðherra ákveði hverju sinni hversu stóran hlut sjúklingurinn borgar og hvernig. Nú hafi ráðherra ákveðið að hækka sjúklingagjaldið örlítið en heildarverð til sérfræðilækna breytist ekki. Þeir fái það sama í sinn hlut og þeir fengu á fyrri helmingi ársins. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Ég hélt að það ætti að vera kyrrð um gjaldskrárhækkanir hins opinbera. Verið er að hækka gjöld á fólki sem hefur ekkert val um hvort það nýtir þjónustuna eða ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Þátttaka sjúklinga í kostnaði vegna sérfræðilækna hækkaði í byrjun mánaðarins um 4,9 prósent að meðaltali. Sjúkratryggingar Íslands sögðu að hækkanirnar mætti fyrst og fremst rekja til gjaldskrárhækkana sérfræðilækna. Sjúkratryggingar sömdu við sérfræðilækna, sem höfðu verið samningslausir frá 2011, í byrjun janúar. „Okkur var sagt í byrjun janúar að samningar við sérfræðilækna rúmuðust innan sameiginlegrar stefnu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda um stöðugleika. Að hækka gjaldskrána nú ber ekki vott um stöðugleika,“ segir Gylfi. Almenningur sé alltaf að borga meira og meira fyrir læknisþjónustu. Gylfi segist velta því fyrir sér hvort það sé stefna stjórnvalda að velta öllum hækkunum í heilbrigðiskerfinu yfir á sjúklinga. „Þetta er enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum,“ segir hann.Kom á óvart Margir urðu undrandi þegar í ljós kom að greiðsluþátttaka almennings vegna kostnaðar við sérfræðilæknaþjónustu hafði hækkað um 4,9 prósent að meðaltali. Nordicphotos/GettyKristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, sagði í samtali við Fréttablaðið þegar samningur Sjúkratrygginga og lækna var undirritaður í janúar að hann myndi lækka kostnað sjúklinga og er enn þeirrar skoðunar. „Á undanförnum árum má segja, í grófum dráttum, að ríkið hafi greitt 70 prósent af kostnaði við sérfræðilæknaþjónustu en sjúklingar 30 prósent. Á meðan sérfræðilæknar voru samningslausir rukkuðu þeir aukagjald og það var mat manna að hlutfall sjúklinga í kostnaðinum væri orðið rúm 40 prósent. Við samninginn lækkaði það aftur niður í 30 prósent,“ segir Kristján og bætir við að heilbrigðisráðherra ákveði hverju sinni hversu stóran hlut sjúklingurinn borgar og hvernig. Nú hafi ráðherra ákveðið að hækka sjúklingagjaldið örlítið en heildarverð til sérfræðilækna breytist ekki. Þeir fái það sama í sinn hlut og þeir fengu á fyrri helmingi ársins.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira