Sjúklingarnir borga: Enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 13:00 Gylfi Arnbjörnsson Vísir/Vilhelm „Ég hélt að það ætti að vera kyrrð um gjaldskrárhækkanir hins opinbera. Verið er að hækka gjöld á fólki sem hefur ekkert val um hvort það nýtir þjónustuna eða ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Þátttaka sjúklinga í kostnaði vegna sérfræðilækna hækkaði í byrjun mánaðarins um 4,9 prósent að meðaltali. Sjúkratryggingar Íslands sögðu að hækkanirnar mætti fyrst og fremst rekja til gjaldskrárhækkana sérfræðilækna. Sjúkratryggingar sömdu við sérfræðilækna, sem höfðu verið samningslausir frá 2011, í byrjun janúar. „Okkur var sagt í byrjun janúar að samningar við sérfræðilækna rúmuðust innan sameiginlegrar stefnu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda um stöðugleika. Að hækka gjaldskrána nú ber ekki vott um stöðugleika,“ segir Gylfi. Almenningur sé alltaf að borga meira og meira fyrir læknisþjónustu. Gylfi segist velta því fyrir sér hvort það sé stefna stjórnvalda að velta öllum hækkunum í heilbrigðiskerfinu yfir á sjúklinga. „Þetta er enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum,“ segir hann.Kom á óvart Margir urðu undrandi þegar í ljós kom að greiðsluþátttaka almennings vegna kostnaðar við sérfræðilæknaþjónustu hafði hækkað um 4,9 prósent að meðaltali. Nordicphotos/GettyKristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, sagði í samtali við Fréttablaðið þegar samningur Sjúkratrygginga og lækna var undirritaður í janúar að hann myndi lækka kostnað sjúklinga og er enn þeirrar skoðunar. „Á undanförnum árum má segja, í grófum dráttum, að ríkið hafi greitt 70 prósent af kostnaði við sérfræðilæknaþjónustu en sjúklingar 30 prósent. Á meðan sérfræðilæknar voru samningslausir rukkuðu þeir aukagjald og það var mat manna að hlutfall sjúklinga í kostnaðinum væri orðið rúm 40 prósent. Við samninginn lækkaði það aftur niður í 30 prósent,“ segir Kristján og bætir við að heilbrigðisráðherra ákveði hverju sinni hversu stóran hlut sjúklingurinn borgar og hvernig. Nú hafi ráðherra ákveðið að hækka sjúklingagjaldið örlítið en heildarverð til sérfræðilækna breytist ekki. Þeir fái það sama í sinn hlut og þeir fengu á fyrri helmingi ársins. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Ég hélt að það ætti að vera kyrrð um gjaldskrárhækkanir hins opinbera. Verið er að hækka gjöld á fólki sem hefur ekkert val um hvort það nýtir þjónustuna eða ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Þátttaka sjúklinga í kostnaði vegna sérfræðilækna hækkaði í byrjun mánaðarins um 4,9 prósent að meðaltali. Sjúkratryggingar Íslands sögðu að hækkanirnar mætti fyrst og fremst rekja til gjaldskrárhækkana sérfræðilækna. Sjúkratryggingar sömdu við sérfræðilækna, sem höfðu verið samningslausir frá 2011, í byrjun janúar. „Okkur var sagt í byrjun janúar að samningar við sérfræðilækna rúmuðust innan sameiginlegrar stefnu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda um stöðugleika. Að hækka gjaldskrána nú ber ekki vott um stöðugleika,“ segir Gylfi. Almenningur sé alltaf að borga meira og meira fyrir læknisþjónustu. Gylfi segist velta því fyrir sér hvort það sé stefna stjórnvalda að velta öllum hækkunum í heilbrigðiskerfinu yfir á sjúklinga. „Þetta er enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum,“ segir hann.Kom á óvart Margir urðu undrandi þegar í ljós kom að greiðsluþátttaka almennings vegna kostnaðar við sérfræðilæknaþjónustu hafði hækkað um 4,9 prósent að meðaltali. Nordicphotos/GettyKristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, sagði í samtali við Fréttablaðið þegar samningur Sjúkratrygginga og lækna var undirritaður í janúar að hann myndi lækka kostnað sjúklinga og er enn þeirrar skoðunar. „Á undanförnum árum má segja, í grófum dráttum, að ríkið hafi greitt 70 prósent af kostnaði við sérfræðilæknaþjónustu en sjúklingar 30 prósent. Á meðan sérfræðilæknar voru samningslausir rukkuðu þeir aukagjald og það var mat manna að hlutfall sjúklinga í kostnaðinum væri orðið rúm 40 prósent. Við samninginn lækkaði það aftur niður í 30 prósent,“ segir Kristján og bætir við að heilbrigðisráðherra ákveði hverju sinni hversu stóran hlut sjúklingurinn borgar og hvernig. Nú hafi ráðherra ákveðið að hækka sjúklingagjaldið örlítið en heildarverð til sérfræðilækna breytist ekki. Þeir fái það sama í sinn hlut og þeir fengu á fyrri helmingi ársins.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira