Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. október 2014 15:33 Myndin af Diljá og Hahne hefur farið víða. Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, vissi ekki hver Willam Hahne var þegar hún birti mynd af sér með honum á samfélagsmiðlum. Þetta segir í yfirlýsingu fulltrúa þriggja annarra íslenskra ungliðahreyfinga vegna fréttar Vísis frá því í dag. Vísir sagði frá því í dag að Diljá hafi birt mynd af sér og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma en Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur. Í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af fulltrúa Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ungra jafnaðarmanna, og Ungra Vinstri grænna, segir að Diljá hafi verið í slagtogi með samtökum ungra miðjumanna á norðurlöndunum (NCF). Hafna þau að Diljá hafi verið í einhverskonar slagtogi með fulltrúum sænskra demókrata eða systurflokkum þeirra.Yfirlýsingin í heild:Við fulltrúar frá ungum sjálfstæðismönnum, ungum jafnaðarmönnum, og ungum vinstri grænum, höfnum þeirri fullyrðingu Vísis að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna, hafi verið í einhverskonar slagtogi með fulltrúum sænskra demókrata eða systurflokkum þeirra á þingi Norðurlandaráðs æskunnar. Við getum staðfest að Diljá setti myndina af sér með Willam Hahne á samfélagsmiðla óvitandi um hvaða flokki hann tilheyrði. Diljá var í slagtogi með samtökum ungra miðjumanna á norðurlöndunum (NCF), sem er sá hópur sem ungir framsóknarmenn tilheyra, og talaði hún og kaus í anda þeirra stefnu alla helgina. Undir þetta rita: Rafn Steingrímsson, fulltrúi Sambands ungra sjálfstæðismanna, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fulltrúi Ungra jafnaðarmanna og Hulda Hólmkelsdóttir og Una Hildardóttir fulltrúar UVG. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, vissi ekki hver Willam Hahne var þegar hún birti mynd af sér með honum á samfélagsmiðlum. Þetta segir í yfirlýsingu fulltrúa þriggja annarra íslenskra ungliðahreyfinga vegna fréttar Vísis frá því í dag. Vísir sagði frá því í dag að Diljá hafi birt mynd af sér og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma en Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur. Í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af fulltrúa Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ungra jafnaðarmanna, og Ungra Vinstri grænna, segir að Diljá hafi verið í slagtogi með samtökum ungra miðjumanna á norðurlöndunum (NCF). Hafna þau að Diljá hafi verið í einhverskonar slagtogi með fulltrúum sænskra demókrata eða systurflokkum þeirra.Yfirlýsingin í heild:Við fulltrúar frá ungum sjálfstæðismönnum, ungum jafnaðarmönnum, og ungum vinstri grænum, höfnum þeirri fullyrðingu Vísis að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna, hafi verið í einhverskonar slagtogi með fulltrúum sænskra demókrata eða systurflokkum þeirra á þingi Norðurlandaráðs æskunnar. Við getum staðfest að Diljá setti myndina af sér með Willam Hahne á samfélagsmiðla óvitandi um hvaða flokki hann tilheyrði. Diljá var í slagtogi með samtökum ungra miðjumanna á norðurlöndunum (NCF), sem er sá hópur sem ungir framsóknarmenn tilheyra, og talaði hún og kaus í anda þeirra stefnu alla helgina. Undir þetta rita: Rafn Steingrímsson, fulltrúi Sambands ungra sjálfstæðismanna, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fulltrúi Ungra jafnaðarmanna og Hulda Hólmkelsdóttir og Una Hildardóttir fulltrúar UVG.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00