Enski boltinn

Szczesny gæti þurft að fá sér sæti á bekknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny. vísir/getty
Emiliano Martínez hóf leiktíðina sem þriðji markvörður Arsenal, en vegna meiðsla Wojciech Szczesny og David Ospinna hefur Argentínumaðurinn ungi tekið við sem aðalmarkvörður liðsins. Hann hefur staðið sig frábærlega og haldið hreinu í þremur af fimm leikjum til þessa.

Eins og sést á tölfræðinni hér að ofan sem Sky Sports tók saman hefur Arsenal-vörnin einnig tekið sér tak og fær Martínez að meðaltali færri skot á sig í leik en Pólverjinn, en engu að síður er hlutfallsmarkvarslan mun betri hjá Martínez.

Hann er stór og sterkur strákur sem er góður í loftinu og lokar markinu vel maður á mann. Hann þykir skorta betri fótaburð og þá á hann í vandræðum með lág skot til hliðar við sig, að því er fram kemur í útsendaraskýrslu ESPN FC.

Tölurnar tala þó sínu máli og sigrarnir líka, en Arsenal er komið á smá skrið með Argentínumanninn í markinu; búið að vinna þrjá leiki í röð og halda hreinu.

Wojciech Szczesny verður skoðaður skömmu fyrir leik Arsenal gegn Stoke í dag og gæti verið að hann sé orðinn heill. En þá þarf Arsene Wenger að taka erfiða ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×