Fangar á Kvíabryggju bjarga konu úr bílavandræðum Bjarki Ármannsson skrifar 27. ágúst 2014 08:45 Heiðrún festist á Kvíabryggju á meðan vistmenn komu bíl hennar í gang. Vísir/Aðsend/Pjetur „Þeir voru alveg yndislegir,“ segir Heiðrún Hreiðarsdóttir mannfræðingur um fangana á Kvíabryggju sem komu henni til aðstoðar síðastliðinn laugardag. Heiðrún hafði verið að heimsækja fanga á Kvíabryggju en þegar hún ætlaði að leggja af stað heim til Reykjavíkur, lenti hún í meiriháttar vandræðum með bíl sinn og buðu fangarnir fram aðstoð sína við að koma henni af stað.Komu bílnum í gang með póstkassalykli „Bíllykillinn beyglaðist hjá mér,“ segir Heiðrún. „Þannig að þeir stukku strax tveir til og réttu hann af. En hann virkaði samt ekkert.“ Í tvær eða þrjár klukkustundir á eftir, reyndu fangarnir hvað þeir gátu til að setja bílinn í gang. Svo fór að lykill Heiðrúnar brotnaði í kveikjulás bílsins. „Þá fóru þeir í svaka prógramm og fundu einhverja leið til að kveikja á bílnum,“ segir hún. Hún segir að hjálparhellurnar hafi á endanum notað póstkassalykil hennar til að setja bílinn í gang í gegnum kassa undir mælaborðinu. Þannig gat hún keyrt af stað með brotinn bíllykilinn í lásnum. Sjálfsagt hafa lesendur séð atriði úr kvikmyndum þar sem glæponar „tengja framhjá“ til að kveikja á bifreið á örskotsstundu án bíllykils. Heiðrún segir þó að fangarnir sem aðstoðuðu hana hafi ekki litið út fyrir að búa yfir sérkunnáttu á þessu sviði. „Þeir voru heillengi að þessu,“ segir hún. „Við gerðum smá grín að þeim, að þeir ættu nú ekki heima þarna fyrst þeir væru ekki færari en þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að ef þeir væru að þessu á götunni, yrðu þeir „böstaðir.““ Hún ítrekar þó að hún vilji ekki gera lítið úr afreki mannanna, enda um mikið verk að ræða.Föst í fangelsi með sex ára dóttur Sjaldan er ein báran stök og þegar það loksins tókst að koma bílnum í gang, kom í ljós að læsing var á stýrinu. Þannig var aðeins hægt að aka fram og til baka. Eftir nokkurra klukkustunda bið segist Heiðrún hafa verið orðið nokkuð stressuð, enda með sex ára dóttur sína í för. „Ég var farin að halda að ég þyrfti að láta sækja mig úr bænum,“ segir Heiðrún. „Þeim fannst það góð hugmynd að ég myndi gista þarna en ég var ekki alveg sammála því.“ Svo fór að fangarnir þurftu að brjóta læsinguna á stýrinu þannig að Heiðrún kæmist heim með dóttur sína. Allt fór þannig vel að lokum, þó að bíllykillinn sitji enn fastur í kveikilásnum. „Ég hef ekki komið mér í að fara með bílinn í viðgerð,“ segir Heiðrún. „En hann svínvirkar.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
„Þeir voru alveg yndislegir,“ segir Heiðrún Hreiðarsdóttir mannfræðingur um fangana á Kvíabryggju sem komu henni til aðstoðar síðastliðinn laugardag. Heiðrún hafði verið að heimsækja fanga á Kvíabryggju en þegar hún ætlaði að leggja af stað heim til Reykjavíkur, lenti hún í meiriháttar vandræðum með bíl sinn og buðu fangarnir fram aðstoð sína við að koma henni af stað.Komu bílnum í gang með póstkassalykli „Bíllykillinn beyglaðist hjá mér,“ segir Heiðrún. „Þannig að þeir stukku strax tveir til og réttu hann af. En hann virkaði samt ekkert.“ Í tvær eða þrjár klukkustundir á eftir, reyndu fangarnir hvað þeir gátu til að setja bílinn í gang. Svo fór að lykill Heiðrúnar brotnaði í kveikjulás bílsins. „Þá fóru þeir í svaka prógramm og fundu einhverja leið til að kveikja á bílnum,“ segir hún. Hún segir að hjálparhellurnar hafi á endanum notað póstkassalykil hennar til að setja bílinn í gang í gegnum kassa undir mælaborðinu. Þannig gat hún keyrt af stað með brotinn bíllykilinn í lásnum. Sjálfsagt hafa lesendur séð atriði úr kvikmyndum þar sem glæponar „tengja framhjá“ til að kveikja á bifreið á örskotsstundu án bíllykils. Heiðrún segir þó að fangarnir sem aðstoðuðu hana hafi ekki litið út fyrir að búa yfir sérkunnáttu á þessu sviði. „Þeir voru heillengi að þessu,“ segir hún. „Við gerðum smá grín að þeim, að þeir ættu nú ekki heima þarna fyrst þeir væru ekki færari en þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að ef þeir væru að þessu á götunni, yrðu þeir „böstaðir.““ Hún ítrekar þó að hún vilji ekki gera lítið úr afreki mannanna, enda um mikið verk að ræða.Föst í fangelsi með sex ára dóttur Sjaldan er ein báran stök og þegar það loksins tókst að koma bílnum í gang, kom í ljós að læsing var á stýrinu. Þannig var aðeins hægt að aka fram og til baka. Eftir nokkurra klukkustunda bið segist Heiðrún hafa verið orðið nokkuð stressuð, enda með sex ára dóttur sína í för. „Ég var farin að halda að ég þyrfti að láta sækja mig úr bænum,“ segir Heiðrún. „Þeim fannst það góð hugmynd að ég myndi gista þarna en ég var ekki alveg sammála því.“ Svo fór að fangarnir þurftu að brjóta læsinguna á stýrinu þannig að Heiðrún kæmist heim með dóttur sína. Allt fór þannig vel að lokum, þó að bíllykillinn sitji enn fastur í kveikilásnum. „Ég hef ekki komið mér í að fara með bílinn í viðgerð,“ segir Heiðrún. „En hann svínvirkar.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira