Enski boltinn

Koeman segir Liverpool sterkari í ár en í fyrra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Koeman er klár í slaginn í ensku úrvalsdeildinni.
Koeman er klár í slaginn í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty
Ronald Koeman, stjóri Southampton, segir að Liverpool-liðið sé sterkari í ár, heldur en í fyrra, þrátt fyrir að hafa misst Luis Suarez.

Liverpool og Southampton mætast í fyrsta leik dagsins, en hann hefst klukkan 12:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD.

„Luis Suarez er frábær leikmaður sem hefur skorað mikið fyrir Liverpool, en ef þú lítur í gegnum hópinn hjá Liverpool sérðu hversu marga góða fótboltamenn þeir hafa," sagði Koeman og hélt áfram.

„Þeir eru mun sterkari í ár, heldur en þeir voru í fyrra. Það er frábært að byrja að spila gegn Liverpool. Við vitum að þetta verður erfitt, en þetta byrjar 0-0."

„Leikmennirnir vita hvernig á að vinna á Anfield. Við erum tilbúnir," sagði þessi litríki karakter að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×