Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Bjarki Ármannsson skrifar 15. ágúst 2014 16:26 Frá húsnæði DV við Tryggvagötu. Vísir/Pjetur Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, telur að ásakanir um að fjandsamleg yfirtaka á miðlinum sé í aðsigi „furðulegar.“ Hann telur að starfsmannafélag DV, sem lýsti fyrr í dag yfir áhyggjum sínum af framtíð miðilsins vegna væringa um eignarhald félagsins, búi yfir röngum upplýsingum um eignarhald blaðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag. Hann segir ekkert annað standa til en að efla blaðið og tekur undir að mikilvægt sé að standa vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Yfirlýsingin í heild sinni er birt hér:Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga og furðulegra ásakana um að í aðsigi sé fjandsamleg yfirtaka á DV, vil ég sem formaður á síðasta fundi stjórnar taka eftirfarandi fram:1. Allt tal um fjandsamlega yfirtöku er úr lausi lofti gripið. Ég gerðist stjórnarformaður DV meðal annars fyrir orð Reynis Traustasonar ritstjóra blaðsins og hef lagt til þess umtalsverða fjármuni sem hluthafi og lánveitandi. Upphaf þessa má rekja til þess að stjórnendur blaðsins töldu stefna í gjaldþrot og leituðu eftir fjármögnun og nýju hlutafé til að koma í veg fyrir slíkt. Við því var orðið og hafa umtalsverðir fjármunir verið settir í rekstur DV undanfarna mánuði og misseri.2. Um skeið hefur verið ljóst, að núverandi stjórn DV endurspeglaði ekki raunverulega eigendur fyrirtækisins. Ég lét þá skoðun í ljós á síðasta stjórnarfundi, sagði þáverandi stjórn óstarfhæfa og lagði til hluthafafund til að endurskipa í stjórn í samræmi við rétt eignarhlutföll og sleit svo fundi. Eftir að ég vék af fundinum var annar kosinn í minn stað sem stjórnarformaður. Lögmaður meirihlutaeigenda DV hefur komið því á framfæri við stjórn að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar fram að aðalfundi síðar í mánuðinum.3. Starfsmenn DV sendu frá sér yfirlýsingu í dag, þar sem þeir segjast óttast fjandsamlega yfirtöku. Ljóst er að þeim hafa verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald blaðsins. Ég get fullvissað starfsmenn blaðsins um að ekki stendur til neitt annað en að efla það á næstunni og að rekstur DV stendur styrkum fótum, m.a. fyrir tilstilli aðgerða sem hluthafar blaðsins hafa ráðist í á undanförnum misserum. Ég tek undir með starfsmönnum DV um mikilvægi þess að standa áfram vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, telur að ásakanir um að fjandsamleg yfirtaka á miðlinum sé í aðsigi „furðulegar.“ Hann telur að starfsmannafélag DV, sem lýsti fyrr í dag yfir áhyggjum sínum af framtíð miðilsins vegna væringa um eignarhald félagsins, búi yfir röngum upplýsingum um eignarhald blaðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag. Hann segir ekkert annað standa til en að efla blaðið og tekur undir að mikilvægt sé að standa vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Yfirlýsingin í heild sinni er birt hér:Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga og furðulegra ásakana um að í aðsigi sé fjandsamleg yfirtaka á DV, vil ég sem formaður á síðasta fundi stjórnar taka eftirfarandi fram:1. Allt tal um fjandsamlega yfirtöku er úr lausi lofti gripið. Ég gerðist stjórnarformaður DV meðal annars fyrir orð Reynis Traustasonar ritstjóra blaðsins og hef lagt til þess umtalsverða fjármuni sem hluthafi og lánveitandi. Upphaf þessa má rekja til þess að stjórnendur blaðsins töldu stefna í gjaldþrot og leituðu eftir fjármögnun og nýju hlutafé til að koma í veg fyrir slíkt. Við því var orðið og hafa umtalsverðir fjármunir verið settir í rekstur DV undanfarna mánuði og misseri.2. Um skeið hefur verið ljóst, að núverandi stjórn DV endurspeglaði ekki raunverulega eigendur fyrirtækisins. Ég lét þá skoðun í ljós á síðasta stjórnarfundi, sagði þáverandi stjórn óstarfhæfa og lagði til hluthafafund til að endurskipa í stjórn í samræmi við rétt eignarhlutföll og sleit svo fundi. Eftir að ég vék af fundinum var annar kosinn í minn stað sem stjórnarformaður. Lögmaður meirihlutaeigenda DV hefur komið því á framfæri við stjórn að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar fram að aðalfundi síðar í mánuðinum.3. Starfsmenn DV sendu frá sér yfirlýsingu í dag, þar sem þeir segjast óttast fjandsamlega yfirtöku. Ljóst er að þeim hafa verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald blaðsins. Ég get fullvissað starfsmenn blaðsins um að ekki stendur til neitt annað en að efla það á næstunni og að rekstur DV stendur styrkum fótum, m.a. fyrir tilstilli aðgerða sem hluthafar blaðsins hafa ráðist í á undanförnum misserum. Ég tek undir með starfsmönnum DV um mikilvægi þess að standa áfram vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun.
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51