Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Bjarki Ármannsson skrifar 15. ágúst 2014 16:26 Frá húsnæði DV við Tryggvagötu. Vísir/Pjetur Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, telur að ásakanir um að fjandsamleg yfirtaka á miðlinum sé í aðsigi „furðulegar.“ Hann telur að starfsmannafélag DV, sem lýsti fyrr í dag yfir áhyggjum sínum af framtíð miðilsins vegna væringa um eignarhald félagsins, búi yfir röngum upplýsingum um eignarhald blaðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag. Hann segir ekkert annað standa til en að efla blaðið og tekur undir að mikilvægt sé að standa vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Yfirlýsingin í heild sinni er birt hér:Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga og furðulegra ásakana um að í aðsigi sé fjandsamleg yfirtaka á DV, vil ég sem formaður á síðasta fundi stjórnar taka eftirfarandi fram:1. Allt tal um fjandsamlega yfirtöku er úr lausi lofti gripið. Ég gerðist stjórnarformaður DV meðal annars fyrir orð Reynis Traustasonar ritstjóra blaðsins og hef lagt til þess umtalsverða fjármuni sem hluthafi og lánveitandi. Upphaf þessa má rekja til þess að stjórnendur blaðsins töldu stefna í gjaldþrot og leituðu eftir fjármögnun og nýju hlutafé til að koma í veg fyrir slíkt. Við því var orðið og hafa umtalsverðir fjármunir verið settir í rekstur DV undanfarna mánuði og misseri.2. Um skeið hefur verið ljóst, að núverandi stjórn DV endurspeglaði ekki raunverulega eigendur fyrirtækisins. Ég lét þá skoðun í ljós á síðasta stjórnarfundi, sagði þáverandi stjórn óstarfhæfa og lagði til hluthafafund til að endurskipa í stjórn í samræmi við rétt eignarhlutföll og sleit svo fundi. Eftir að ég vék af fundinum var annar kosinn í minn stað sem stjórnarformaður. Lögmaður meirihlutaeigenda DV hefur komið því á framfæri við stjórn að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar fram að aðalfundi síðar í mánuðinum.3. Starfsmenn DV sendu frá sér yfirlýsingu í dag, þar sem þeir segjast óttast fjandsamlega yfirtöku. Ljóst er að þeim hafa verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald blaðsins. Ég get fullvissað starfsmenn blaðsins um að ekki stendur til neitt annað en að efla það á næstunni og að rekstur DV stendur styrkum fótum, m.a. fyrir tilstilli aðgerða sem hluthafar blaðsins hafa ráðist í á undanförnum misserum. Ég tek undir með starfsmönnum DV um mikilvægi þess að standa áfram vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, telur að ásakanir um að fjandsamleg yfirtaka á miðlinum sé í aðsigi „furðulegar.“ Hann telur að starfsmannafélag DV, sem lýsti fyrr í dag yfir áhyggjum sínum af framtíð miðilsins vegna væringa um eignarhald félagsins, búi yfir röngum upplýsingum um eignarhald blaðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag. Hann segir ekkert annað standa til en að efla blaðið og tekur undir að mikilvægt sé að standa vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Yfirlýsingin í heild sinni er birt hér:Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga og furðulegra ásakana um að í aðsigi sé fjandsamleg yfirtaka á DV, vil ég sem formaður á síðasta fundi stjórnar taka eftirfarandi fram:1. Allt tal um fjandsamlega yfirtöku er úr lausi lofti gripið. Ég gerðist stjórnarformaður DV meðal annars fyrir orð Reynis Traustasonar ritstjóra blaðsins og hef lagt til þess umtalsverða fjármuni sem hluthafi og lánveitandi. Upphaf þessa má rekja til þess að stjórnendur blaðsins töldu stefna í gjaldþrot og leituðu eftir fjármögnun og nýju hlutafé til að koma í veg fyrir slíkt. Við því var orðið og hafa umtalsverðir fjármunir verið settir í rekstur DV undanfarna mánuði og misseri.2. Um skeið hefur verið ljóst, að núverandi stjórn DV endurspeglaði ekki raunverulega eigendur fyrirtækisins. Ég lét þá skoðun í ljós á síðasta stjórnarfundi, sagði þáverandi stjórn óstarfhæfa og lagði til hluthafafund til að endurskipa í stjórn í samræmi við rétt eignarhlutföll og sleit svo fundi. Eftir að ég vék af fundinum var annar kosinn í minn stað sem stjórnarformaður. Lögmaður meirihlutaeigenda DV hefur komið því á framfæri við stjórn að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar fram að aðalfundi síðar í mánuðinum.3. Starfsmenn DV sendu frá sér yfirlýsingu í dag, þar sem þeir segjast óttast fjandsamlega yfirtöku. Ljóst er að þeim hafa verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald blaðsins. Ég get fullvissað starfsmenn blaðsins um að ekki stendur til neitt annað en að efla það á næstunni og að rekstur DV stendur styrkum fótum, m.a. fyrir tilstilli aðgerða sem hluthafar blaðsins hafa ráðist í á undanförnum misserum. Ég tek undir með starfsmönnum DV um mikilvægi þess að standa áfram vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun.
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51