Hefðbundið að veita orðu án tilkynningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Forsætisráðherra var veittur stórkross þann 13. desember. vísir/gva Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi. Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37