Dýrasta íþróttamót sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2014 10:00 Katarar ætla sér að endurskrifa HM-söguna með ótrúlega glæsilegu móti á leikvöngum sem eiga sér enga líka. Vísir/Getty Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí. Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí.
Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira