Dýrasta íþróttamót sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2014 10:00 Katarar ætla sér að endurskrifa HM-söguna með ótrúlega glæsilegu móti á leikvöngum sem eiga sér enga líka. Vísir/Getty Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí. Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí.
Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira