Vandinn aldrei verið meiri Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. desember 2014 11:30 Flóttamannabúðir í Tyrklandi Kúrdar frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í bænum Suruc, rétt norðan landamæra Sýrlands. Vísir/AFP Hátt í tíu milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín frá því átökin þar hófust snemma árs 2011. Þetta eru meira en 40 prósent allra íbúa landsins. Um þrjár milljónir eru farnar til nágrannalandanna en hinir eru á vergangi innanlands.Á leið til Úrúgvaí Fjölskylda frá Sýrlandi komin til borgarinnar Trípolí í Líbanon. Þau hafa fengið hæli í Úrúgvaí ásamt rúmlega 100 öðrum sýrlenskum flóttamönnum.Vísir/APSameinuðu þjóðirnar segja að aldrei fyrr hafi jafn margir jarðarbúar þurft á neyðaraðstoð að halda. Mest munar þar um ástandið í Sýrlandi, Suður-Súdan, Írak og Mið-Afríkulýðveldinu. Mikið vantar upp á að hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna og annarra fái nægilega fjármuni til að standa straum af aðstoð við allt þetta fólk. „Alls er talið að um 78 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda og við stefnum að því að bregðast við þörfum 57 milljóna þeirra,“ sagði Valerie Amos, framkvæmdastjóri mannúðar- og neyðarstarfs Sameinuðu þjóðanna. Til þess telja Sameinuðu þjóðirnar sig þurfa 16,4 milljarða dala, eða meira en 2.000 milljarða króna.Bjargað á flótta Nærri 350 flóttamönnum var í september bjargað af skipi út af ströndum Kýpur. Þessi hópur kom að mestu frá Sýrlandi.Vísir/AFP„Ef við lítum á þetta ár, þá höfum við til þessa fengið 9,4 milljarða dala. Með því fé komum við í veg fyrir hungursneyð í Suður-Súdan, við komum mataraðstoð til milljóna Sýrlendinga í hverjum mánuði, við útveguðum milljónum Íraka lyf og við útveguðum matvæli handa 930 þúsund manns í Mið-Afríkulýðveldinu,“ sagði hún á blaðamannafundi í vikunni. Hún sagði þjóðir heims standa frammi fyrir stærri vanda en nokkru sinni og á sama blaðamannafundi sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, að hin gríðarlega aukning vandans sýndi hve flókinn hann sé orðinn og erfiður viðureignar. Nú hafa 28 lönd samþykkt að taka við hundrað þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi, til viðbótar þeim hundrað þúsund flóttamönnum þaðan sem áður hafa fengið inni í öðrum löndum. Þetta er í raun lítill hluti vandans. „Heimurinn á nágrannalöndunum mikla skuld þakklætis að gjalda, sem við munum líklega aldrei ná að endurgjalda,“ sagði Guterres í vikunni. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hátt í tíu milljónir Sýrlendinga hafa flúið heimili sín frá því átökin þar hófust snemma árs 2011. Þetta eru meira en 40 prósent allra íbúa landsins. Um þrjár milljónir eru farnar til nágrannalandanna en hinir eru á vergangi innanlands.Á leið til Úrúgvaí Fjölskylda frá Sýrlandi komin til borgarinnar Trípolí í Líbanon. Þau hafa fengið hæli í Úrúgvaí ásamt rúmlega 100 öðrum sýrlenskum flóttamönnum.Vísir/APSameinuðu þjóðirnar segja að aldrei fyrr hafi jafn margir jarðarbúar þurft á neyðaraðstoð að halda. Mest munar þar um ástandið í Sýrlandi, Suður-Súdan, Írak og Mið-Afríkulýðveldinu. Mikið vantar upp á að hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna og annarra fái nægilega fjármuni til að standa straum af aðstoð við allt þetta fólk. „Alls er talið að um 78 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda og við stefnum að því að bregðast við þörfum 57 milljóna þeirra,“ sagði Valerie Amos, framkvæmdastjóri mannúðar- og neyðarstarfs Sameinuðu þjóðanna. Til þess telja Sameinuðu þjóðirnar sig þurfa 16,4 milljarða dala, eða meira en 2.000 milljarða króna.Bjargað á flótta Nærri 350 flóttamönnum var í september bjargað af skipi út af ströndum Kýpur. Þessi hópur kom að mestu frá Sýrlandi.Vísir/AFP„Ef við lítum á þetta ár, þá höfum við til þessa fengið 9,4 milljarða dala. Með því fé komum við í veg fyrir hungursneyð í Suður-Súdan, við komum mataraðstoð til milljóna Sýrlendinga í hverjum mánuði, við útveguðum milljónum Íraka lyf og við útveguðum matvæli handa 930 þúsund manns í Mið-Afríkulýðveldinu,“ sagði hún á blaðamannafundi í vikunni. Hún sagði þjóðir heims standa frammi fyrir stærri vanda en nokkru sinni og á sama blaðamannafundi sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, að hin gríðarlega aukning vandans sýndi hve flókinn hann sé orðinn og erfiður viðureignar. Nú hafa 28 lönd samþykkt að taka við hundrað þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi, til viðbótar þeim hundrað þúsund flóttamönnum þaðan sem áður hafa fengið inni í öðrum löndum. Þetta er í raun lítill hluti vandans. „Heimurinn á nágrannalöndunum mikla skuld þakklætis að gjalda, sem við munum líklega aldrei ná að endurgjalda,“ sagði Guterres í vikunni.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira