Mótmæli í Hong Kong: Tjaldbúðir rýmdar og yfir 200 handteknir ingvar haraldsson skrifar 12. desember 2014 07:00 Lögreglumenn drógu þingmanninn og lýðræðissinnann Leung Kwok-Hung burt í járnum í gær. nordicphotos/AFP Lögreglan í Hong Kong lokaði í gær stærstu búðum mótmælenda í Admiralty-hverfinu. Lögreglan, vopnuð keðjusögum, vírklippum og vinnuvélum, fjarlægði vegartálma og reif niður tjaldbúðir og borða sem mótmælendur höfðu komið upp. Yfir tvö hundruð mótmælendur voru handteknir í aðgerðunum. Fjöldi þekktra einstaklinga var handtekinn í mótmælunum. Þeirra á meðal var fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, Martin Lee, stofnandi Lýðræðisflokksins sem er í stjórnarandstöðu í Hong Kong, og Nathan Law, leiðtogi stúdenta. Mótmælin hófust í lok september eftir að gefið var út að frambjóðendur í kosningum um æðsta embætti Hong Kong árið 2017 þyrftu samþykki stjórnvalda í Kína til að bjóða sig fram. Í upphafi mótmælanna komu tugir þúsunda saman á götum Hong Kong til að krefjast frjálsra kosninga og aukins lýðræðis. Talsvert hafði fækkað í hópi mótmælenda á undanförnum vikum. Að stórum hluta var það vegna þess hve litlum árangri mótmælin höfðu skilað, samkvæmt frétt BBC. Aðgerðir lögreglunnar hófust í gærmorgun þegar mótmælendum var gefinn þrjátíu mínútna frestur til þess að yfirgefa tjaldbúðirnar. Nokkur hundruð manns hlýddu fyrirmælunum en hópur mótmælenda sat sem fastast. Í kjölfarið lét lögregla til skarar skríða og dró mótmælendurna í burtu einn af öðrum. Mótmælendur hyggjast ekki láta sitt eftir liggja þrátt fyrir að búið sé að loka búðunum og hétu því að halda áfram borgaralegri óhlýðni eftir öðrum leiðum til að knýja á um lýðræðisumbætur. Alex Chow, einn leiðtogi stúdenta, sem var handtekinn í gær sagði að mótmælendur myndu snúa aftur af meiri krafti en nokkru sinni áður. Aðgerðir lögreglu í gær komu í kjölfar dómsúrskurðar. Rútufyrirtæki í borginni fór fram á úrskurðinn vegna þess hve neikvæð áhrif búðirnar höfðu á rekstur fyrirtækisins. Lögreglan lokaði öðrum tjaldbúðum mótmælenda í verkamannahverfinu Mong Kok í lok nóvember. Þá urðu hörð átök milli mótmælenda og lögreglu þar sem um 160 manns voru handteknir. Einu búðirnar sem eftir standa eru í Causeway Bay en talið er að um 20 mótmælendur hafist þar við. Löreglan hefur gefið út að búðunum verði lokað bráðlega. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong lokaði í gær stærstu búðum mótmælenda í Admiralty-hverfinu. Lögreglan, vopnuð keðjusögum, vírklippum og vinnuvélum, fjarlægði vegartálma og reif niður tjaldbúðir og borða sem mótmælendur höfðu komið upp. Yfir tvö hundruð mótmælendur voru handteknir í aðgerðunum. Fjöldi þekktra einstaklinga var handtekinn í mótmælunum. Þeirra á meðal var fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, Martin Lee, stofnandi Lýðræðisflokksins sem er í stjórnarandstöðu í Hong Kong, og Nathan Law, leiðtogi stúdenta. Mótmælin hófust í lok september eftir að gefið var út að frambjóðendur í kosningum um æðsta embætti Hong Kong árið 2017 þyrftu samþykki stjórnvalda í Kína til að bjóða sig fram. Í upphafi mótmælanna komu tugir þúsunda saman á götum Hong Kong til að krefjast frjálsra kosninga og aukins lýðræðis. Talsvert hafði fækkað í hópi mótmælenda á undanförnum vikum. Að stórum hluta var það vegna þess hve litlum árangri mótmælin höfðu skilað, samkvæmt frétt BBC. Aðgerðir lögreglunnar hófust í gærmorgun þegar mótmælendum var gefinn þrjátíu mínútna frestur til þess að yfirgefa tjaldbúðirnar. Nokkur hundruð manns hlýddu fyrirmælunum en hópur mótmælenda sat sem fastast. Í kjölfarið lét lögregla til skarar skríða og dró mótmælendurna í burtu einn af öðrum. Mótmælendur hyggjast ekki láta sitt eftir liggja þrátt fyrir að búið sé að loka búðunum og hétu því að halda áfram borgaralegri óhlýðni eftir öðrum leiðum til að knýja á um lýðræðisumbætur. Alex Chow, einn leiðtogi stúdenta, sem var handtekinn í gær sagði að mótmælendur myndu snúa aftur af meiri krafti en nokkru sinni áður. Aðgerðir lögreglu í gær komu í kjölfar dómsúrskurðar. Rútufyrirtæki í borginni fór fram á úrskurðinn vegna þess hve neikvæð áhrif búðirnar höfðu á rekstur fyrirtækisins. Lögreglan lokaði öðrum tjaldbúðum mótmælenda í verkamannahverfinu Mong Kok í lok nóvember. Þá urðu hörð átök milli mótmælenda og lögreglu þar sem um 160 manns voru handteknir. Einu búðirnar sem eftir standa eru í Causeway Bay en talið er að um 20 mótmælendur hafist þar við. Löreglan hefur gefið út að búðunum verði lokað bráðlega.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira