Endanleg útfærsla á afnámi fjármagnshafta ekki ákveðin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Lee Buchheit ráðgjafi stjórnvalda við afnám fjármagnshafta fundaði með slitastjórnum föllnu bankanna í gær. Fréttablaðið/Stefán Slitastjórnir föllnu bankanna funduðu í gær með framkvæmdahópi stjórnvalda um afnám fjármagnshafta. Tilgangur fundarins var að leita eftir sjónarmiðum slitastjórnanna á tillögum hópsins um afnám gjaldeyrishafta. Lee Buchheit, lögfræðilegur ráðgjafi stjórnvalda við afnám fjármagnshafta, vildi ekki tjá sig um útfærslu tillaganna þar sem þær væru nú í umsagnarferli meðal þeirra sem ættu hagsmuna að gæta, líkt og slitastjórna, lífeyrissjóða og fleiri. Tillögurnar hafi þar að auki ekki verið útfærðar endanlega. „Tilgangur þessa fundar er að heyra sjónarmið slitastjórnanna og fá að vita hvað þau myndu gera sætu þau í okkar sæti,“ sagði Buchheit í gær. Fréttablaðið sagði frá því í gær að hugmyndir framkvæmdahópsins fælu það í sér að eigendur aflandskróna verði hvattir eða jafnvel knúnir til að skipta eignum sínum yfir í skuldabréf til 30 ára eða lengur. Önnur hugmynd snýst um að leggja flatan útgönguskatt á erlendar sem og innlendar eignir. Það myndi þýða að lífeyrissjóðir sem myndu vilja flytja fjármagn á milli landa þyrftu að greiða skatta af þeim fjármagnsflutningum. Buchheit sagði mjög mikilvægt að fara varlega við afnám haftanna, sérstaklega í hagkerfi eins smáu og hinu íslenska, þar sem afleiðingarnar gætu orðið verri en annars staðar séu mistök gerð. Buchheit vildi ekki staðfesta hugmyndina um útgönguskatt, en sagði verið að leita leiða til að koma í veg fyrir að allir kröfuhafar færu með fjármagn sitt úr landi um leið og höftunum væri aflétt. Hann sagðist hafa það á tilfinningunni að stjórnvöld vildu afgreiða málið eins fljótt og hægt væri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má eiga von á næstu skrefum framkvæmdahópsins í byrjun næsta árs. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði fundinn hafa verið góðan. „Ég vona að þetta sé upphafið að frekari samskiptum. Það er mikilvægt að halda áfram viðræðum um hvernig eigi að ljúka skiptum á þessum búum með því að ná nauðasamningum og í framhaldinu verði stjórnvöldum þá kleift að aflétta gjaldeyrishöftunum,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn. Nákvæmar útfærslur tillaganna voru ekki ræddar við slitastjórnirnar, en þær lýstu þar meðal annars hvernig hægt væri að ljúka skiptum á hverju þrotabúi fyrir sig og greiða út til kröfuhafa án þess að það hefði áhrif á greiðslujöfnuð eða skapaði þrýsting á krónuna. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Slitastjórnir föllnu bankanna funduðu í gær með framkvæmdahópi stjórnvalda um afnám fjármagnshafta. Tilgangur fundarins var að leita eftir sjónarmiðum slitastjórnanna á tillögum hópsins um afnám gjaldeyrishafta. Lee Buchheit, lögfræðilegur ráðgjafi stjórnvalda við afnám fjármagnshafta, vildi ekki tjá sig um útfærslu tillaganna þar sem þær væru nú í umsagnarferli meðal þeirra sem ættu hagsmuna að gæta, líkt og slitastjórna, lífeyrissjóða og fleiri. Tillögurnar hafi þar að auki ekki verið útfærðar endanlega. „Tilgangur þessa fundar er að heyra sjónarmið slitastjórnanna og fá að vita hvað þau myndu gera sætu þau í okkar sæti,“ sagði Buchheit í gær. Fréttablaðið sagði frá því í gær að hugmyndir framkvæmdahópsins fælu það í sér að eigendur aflandskróna verði hvattir eða jafnvel knúnir til að skipta eignum sínum yfir í skuldabréf til 30 ára eða lengur. Önnur hugmynd snýst um að leggja flatan útgönguskatt á erlendar sem og innlendar eignir. Það myndi þýða að lífeyrissjóðir sem myndu vilja flytja fjármagn á milli landa þyrftu að greiða skatta af þeim fjármagnsflutningum. Buchheit sagði mjög mikilvægt að fara varlega við afnám haftanna, sérstaklega í hagkerfi eins smáu og hinu íslenska, þar sem afleiðingarnar gætu orðið verri en annars staðar séu mistök gerð. Buchheit vildi ekki staðfesta hugmyndina um útgönguskatt, en sagði verið að leita leiða til að koma í veg fyrir að allir kröfuhafar færu með fjármagn sitt úr landi um leið og höftunum væri aflétt. Hann sagðist hafa það á tilfinningunni að stjórnvöld vildu afgreiða málið eins fljótt og hægt væri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má eiga von á næstu skrefum framkvæmdahópsins í byrjun næsta árs. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði fundinn hafa verið góðan. „Ég vona að þetta sé upphafið að frekari samskiptum. Það er mikilvægt að halda áfram viðræðum um hvernig eigi að ljúka skiptum á þessum búum með því að ná nauðasamningum og í framhaldinu verði stjórnvöldum þá kleift að aflétta gjaldeyrishöftunum,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn. Nákvæmar útfærslur tillaganna voru ekki ræddar við slitastjórnirnar, en þær lýstu þar meðal annars hvernig hægt væri að ljúka skiptum á hverju þrotabúi fyrir sig og greiða út til kröfuhafa án þess að það hefði áhrif á greiðslujöfnuð eða skapaði þrýsting á krónuna.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira