Enski boltinn

Mangala ekki klár í slaginn með City

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eliaquim Mangala í leik með franska landsliðinu.
Eliaquim Mangala í leik með franska landsliðinu. vísir/getty
Eliaquim Mangala, nýr miðvörður Englandsmeistara Manchester City, er ekki nógu góðu formi til að spila fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni gegn Newcastle um helgina.

Mangala, sem kom frá Porto fyrir 6,2 milljarða króna, hefur æft einn að undanförnu í æfingaaðstöðu City í Carrington á meðan félagið gékk frá greiðslum til þriðja aðila þannig kaupin gætu gengið í gegn.

Það varð til þess að Frakkinn er nokkuð eftir á liðsfélögum sínum þegar kemur að leikformi og verður hann því ekki með á sunnudaginn.

„Það mun taka mig smá tíma að ná 100 prósent formi, en það er eðlilegt. Ég er í sömu stöðu og þeir sem mættu til æfinga í síðustu viku,“ segir Mangala við heimasíðu City.

„Ég er búinn að hlaupa á hverjum degi og fara í ræktina. Það er fínt að vera í fríi, en ef það er of langt er erfitt að koma til baka.“

„Ég mun leggja mikið á mig til að komast í byrjunarliðið. Það mikilvægasta er að hjálpa liðinu að vinna leiki og titla,“ segir Eliaquim Mangala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×