Fótbolti

Skúli Jón hafði betur í Íslendingaslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Skúli í leik með Elfsborg á sínum tíma.
Skúli í leik með Elfsborg á sínum tíma. Vísir/Getty
Skúli Jón Friðgeirsson og félagar í Gefle höfðu betur gegn Kristni Jónssyni og félögum í Brommopojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Gefle sem berst fyrir lífi sínu í sænsku úrvalsdeildinni þessa stundina. Með sigrinum skaust Gefle upp í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Skúli og Kristinn voru báðir í byrjunarliðinu en Skúli nældi sér í gult spjald í leiknum.

Ekkert lát virðist vera á slöku gengi Brommopojkarna en félagið situr eitt og sér á botni sænsku deildarinnar með níu stig eftir nítján leiki.

Hjálmar Jónsson var í byrjunarliði Göteborg sem nældi aðeins í eitt stig gegn Atvidabergs. Göteborg varð því af mikilvægum stigum í baráttu um Evrópusæti.

Úrslit:

Atvidabergs 1-1 Göteborg

Brommapojkarna 1-2 Gefle

Malmo FF 3-2 Örebro

AIK 1-1 Djurgarden




Fleiri fréttir

Sjá meira


×