Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr var dæmdur fyrir að leka minnisblaði og fékk greinargerð sem hann átti ekki rétt á frá lögreglunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um. Lekamálið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um.
Lekamálið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira