Fótbolti

Birkir fer frá Brann eftir umspilið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birkir Már Sævarsson hefur hér betur í kapphlaupi við Robin Van Persie.
Birkir Már Sævarsson hefur hér betur í kapphlaupi við Robin Van Persie. Vísir/Valli
Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Brann á miðvikudag. Liðsins bíða tveir leikir í umspili um laust sæti í efstu deild að ári.

„Hans mál eru í góðum farvegi og munu skýrast endanlega eftir umspilið,“ segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Birkis.

Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur sænska liðið Hammarby mikinn áhuga á Birki og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Birkir á leið þangað. Félagið er búið að tryggja sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni.

Birkir Már hefur verið í herbúðum Brann í átta ár og staðið sig vel. Hann fékk þó minna að spila á nýloknu tímabili en áður og við það var hann eðlilega ekki sáttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×