Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn Sveinn Arnarsson skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Á þriðja tug aðgerða þurfti að fresta í gær þrátt fyrir að skurðlæknar væru við störf. Biðlistar lengjast sökum þessa. vísir/getty „Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“ Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira