Fótbolti

Birkir er á förum frá Brann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ný ævintýri bíða Birkis Más á nýju ári. Hans tíma hjá Brann er að ljúka.
Ný ævintýri bíða Birkis Más á nýju ári. Hans tíma hjá Brann er að ljúka. fréttablaðið/afp
Það bendir allt til þess að landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson sé á förum frá norska félaginu Brann.

Hann hefur ekki fengið að spila jafn mikið með liðinu á þessu tímabili og áður. Við það er leikmaðurinn eðlilega ekki sáttur.

„Nei, hann er ekki sáttur við stöðuna og er að líta í kringum sig,“ segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Birkis Más, og bætir við að lið frá bæði Danmörku og Svíþjóð séu að skoða Birki. Ekkert sé þó frágengið.

„Þetta ætti allt að skýrast á næstu tveimur vikum. Við erum að fara yfir þetta,“ segir Ólafur.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar er sænska félagið Hammarby á meðal þeirra liða sem hafa áhuga á Birki. Það er í toppsæti sænsku B-deildarinnar og þegar farið að huga að styrkingu fyrir úrvalsdeildina.

Birkir Már gekk í raðir Brann frá Val fyrir átta árum og hefur staðið sig mjög vel hjá félaginu en nú liggur framtíð hans annars staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×