Innlent

Höftin skapa enn hættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er jafnframt í forystu fyrir fjármálastöðugleikaráð.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er jafnframt í forystu fyrir fjármálastöðugleikaráð. fréttablaðið/Vilhelm
Jafnvægi í þjóðarbúskapnum er með besta móti um þessar mundir ef frá er talinn fjármagnsjöfnuður sem haminn er af fjármagnshöftum. Þetta er niðurstaða fundar fjármálastöðugleikaráðs sem fundaði í gær.

Fjármálastöðugleikaráð telur að helstu kerfisáhættuþættir séu hinir sömu og undanfarin misseri. Það er að fjármagnshreyfingar gætu valdið óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta eða eignaverð brenglast af völdum viðvarandi fjármagnshafta.

Einnig að þung endurgreiðslubyrði þjóðarbúsins í erlendum gjaldmiðlum eykur á greiðslujafnaðarvanda vegna mögulegra fjármagnshreyfinga við losun hafta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×