Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Hanna Ólafsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði Vísir/GVA Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. Barnaverndarstofa hefur ítrekað lagt til að slíkt ákvæði sé í þjónustusamningi við Háholt til að tryggja hámarksnýtingu fjármuna. Sé ekkert slíkt ákvæði í samningi sem tryggir ríkinu heimild til uppsagnar sé verið að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda án þess að tryggt sé að nokkur þjónusta komi á móti til lengri tíma. Barnaverndarstofa hefur útskýrt fyrir Ríkisendurskoðun að ekki sé hægt að verða við fyrrgreindum ábendingum um nýtingarhlutfall vegna andstöðu velferðarráðuneytisins. Fréttablaðið reyndi í gær að fá svör frá Eygló Harðardóttur velferðarráðherra við því hvers vegna ráðuneytið lagðist gegn slíku nýtingarákvæði en fékk ekki skýr svör. Matthías Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra, segir að ráðuneytið hafi lagst gegn ákvæði um nýtingarhlutfall þar sem það hafi ekki þótt viðeigandi. Matthías segir að þar sem ungir afbrotamenn séu stundum vistaðir í Háholti sé ekki hægt að hafa samninginn þannig að hann sé uppsegjanlegur ef nýting fari undir ákveðið viðmið. Það verði að vera hægt að stóla á að úrræðið sé til staðar þótt nýtingin hafi verið slæm. Málefni Háholts eru búin að vera í umræðunni síðan Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að til stæði að gera þjónustusamning við Háholt upp á tæpar 500 milljónir króna til þriggja ára þvert á vilja Barnaverndarstofu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýndi þessa ráðstöfun harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær og segir ekki vera fagleg rök fyrir áframhaldandi samningum við Háholt, þar sem bæði Barnaverndarstofa og innanríkisráðuneytið hafi bent á að slíkt úrræði ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu þar sem sérhæfð fagþjónusta sé fyrir hendi. Oddný Harðardóttir hefur krafist þess að fjárlaganefnd fundi um málið. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að kynna sér málefni Háholts og taka afstöðu til þeirra fyrir helgi. Eygló Harðardóttir hefur harðlega neitað því að byggðasjónarmið hafi ráðið för við endurnýjun samningsins við Háholt. Það er hins vegar ljóst að reksturinn er mikið hagsmunamál fyrir Skagfirðinga. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, segist hafa áhyggjur af stöðu atvinnumála í Skagafirði en um 55 til 60 opinber störf hafa verið lögð niður í sveitarfélaginu frá 2008. Aðspurður hvort hann hafi lýst þeim áhyggjum beint við ráðherrann segir hann þær hafa komið til tals þegar hann hitti á hana á Alþingi. „Ég hef rætt þessar áhyggjur mínar við Eygló þegar ég hef hitt á hana eins og ég hef rætt þær við fleiri ráðherra og þingmenn kjördæmisins. Við höfum barist fyrir þessum störfum og reynt að snúa þróuninni við.“ Tengdar fréttir Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. Barnaverndarstofa hefur ítrekað lagt til að slíkt ákvæði sé í þjónustusamningi við Háholt til að tryggja hámarksnýtingu fjármuna. Sé ekkert slíkt ákvæði í samningi sem tryggir ríkinu heimild til uppsagnar sé verið að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda án þess að tryggt sé að nokkur þjónusta komi á móti til lengri tíma. Barnaverndarstofa hefur útskýrt fyrir Ríkisendurskoðun að ekki sé hægt að verða við fyrrgreindum ábendingum um nýtingarhlutfall vegna andstöðu velferðarráðuneytisins. Fréttablaðið reyndi í gær að fá svör frá Eygló Harðardóttur velferðarráðherra við því hvers vegna ráðuneytið lagðist gegn slíku nýtingarákvæði en fékk ekki skýr svör. Matthías Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra, segir að ráðuneytið hafi lagst gegn ákvæði um nýtingarhlutfall þar sem það hafi ekki þótt viðeigandi. Matthías segir að þar sem ungir afbrotamenn séu stundum vistaðir í Háholti sé ekki hægt að hafa samninginn þannig að hann sé uppsegjanlegur ef nýting fari undir ákveðið viðmið. Það verði að vera hægt að stóla á að úrræðið sé til staðar þótt nýtingin hafi verið slæm. Málefni Háholts eru búin að vera í umræðunni síðan Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að til stæði að gera þjónustusamning við Háholt upp á tæpar 500 milljónir króna til þriggja ára þvert á vilja Barnaverndarstofu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýndi þessa ráðstöfun harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær og segir ekki vera fagleg rök fyrir áframhaldandi samningum við Háholt, þar sem bæði Barnaverndarstofa og innanríkisráðuneytið hafi bent á að slíkt úrræði ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu þar sem sérhæfð fagþjónusta sé fyrir hendi. Oddný Harðardóttir hefur krafist þess að fjárlaganefnd fundi um málið. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að kynna sér málefni Háholts og taka afstöðu til þeirra fyrir helgi. Eygló Harðardóttir hefur harðlega neitað því að byggðasjónarmið hafi ráðið för við endurnýjun samningsins við Háholt. Það er hins vegar ljóst að reksturinn er mikið hagsmunamál fyrir Skagfirðinga. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, segist hafa áhyggjur af stöðu atvinnumála í Skagafirði en um 55 til 60 opinber störf hafa verið lögð niður í sveitarfélaginu frá 2008. Aðspurður hvort hann hafi lýst þeim áhyggjum beint við ráðherrann segir hann þær hafa komið til tals þegar hann hitti á hana á Alþingi. „Ég hef rætt þessar áhyggjur mínar við Eygló þegar ég hef hitt á hana eins og ég hef rætt þær við fleiri ráðherra og þingmenn kjördæmisins. Við höfum barist fyrir þessum störfum og reynt að snúa þróuninni við.“
Tengdar fréttir Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00
„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37